SCIENTIX, raungreina- og tæknimenntun

Scientix er verkefni á vegum evrópska skólanetsins og er fjármagnað af sjöundu rammaáætlun Evrópubandalagsins á sviði rannsókna og þróunar.

Scientix verkefninu er ætlað að skapa samstarfsvettvang um raungreina- og tæknimenntun í Evrópu meðal kennara, vísindamanna og stefnumótandi aðila á sviði menntunar.

Halda áfram að lesa

Meiri menntabúðir

Ákveðið hefur verið að gefa í og fjölga menntabúðum næstu mánuði. Bætt hefur verið við menntabúðum um lífheiminn, loftlagsbreytingar, grunnþáttinn sjálfbærni og  lífríkið.  Með þessari viðbót er ætlunin að höfða einnig til náttúrufræðikennara á miðstigi grunnskólans. Umsjón með þessum menntabúðum hefur Hafdís Ragnarsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjórar á Menntavísindasviði HÍ.

Sem fyrr er áherslan á að deila hugmyndum og reynslu um verkefni og viðfangsefni sem eru margreynd og virka í kennslu. Auglýst er eftir innleggjum frá þátttakendum en skipuleggjendur tryggja ávallt að á dagskrá sé nóg af áhugaverðum framlögum.

Dagskrá menntabúða Náttúrutorgs má nálgast í heild sinni hér.

 

2013 mars MB efnafræði

Menntabúðir og afrakstur þeirra

Náttúrutorg hefur staðið fyrir menntabúðum í vetur og nær dagskráin fram á vor.  Okkur finnst stórmerkilegt hvað hægt er að gera góða og skemmtilega hluti með lítilli fyrirhöfn.  Allir kennarar sem beðnir hafa verið að hýsa búðirnar hafa sagt já undireins svo auglýsum við eftir framlögum og alltaf hafa komið nóg framlög til að fylla tímann og rúmlega það.
Til að skrásetja viðburðinn og safna upplýsingum sem komið gætu öðrum að gagni er alltaf skráðar niður það helsta sem kemur fram og teknar myndir. Slíkt segir ekki alla söguna en alltaf má hafa samband til að fá frekari upplýsingar og ná í þá sem þekkinguna hafa.  Við vonumst líka til að þessi umfjöllun kveiki í fleirum að mæta í næstu búðir. Umfjöllun um fyrri menntabúðir má finna efst á síðu mennabúða undir tenglinum liðnar menntabúðir. 

Jólagjöfin hans Ragnars Þórs

Núna í desember færði Ragnar Þór Pétursson kennurum það sem hann kallar litla jólagjöf. Hann skrifaði færslu á Eyjuna og listaði upp allt það efni sem hann hefur sett saman, við myndum kalla það stóra jólagjöf!  Við birtum færsluna hans hér alla óbreytta til að tryggja að gjöfin glatist ekki og fari sem víðast.

Færslan er birt án hans leyfi en samt alveg í anda Ragnars Þórs sem hefur verið ötull að birta og deila allri sinni vinnu.  Við þökkum Ragnari Þór þessa rausnalegu gjöf og vonum að hún verði öðrum til fyrirmyndar og gagns.

Halda áfram að lesa

Náttúruvísindi á 21 öld.

Núna á vorönninni er haldið námskeið um vísindi á 21. öldinni (nánar hér og á Moodle gestaaðgangi). Þetta námskeið er um marga hluti nýstárlegt. Það sækja bæði starfandi kennarar úr grunn- og framhaldsskólum og kennaranemar. Námskeiðið skiptist í lotur og geta þátttakendur sótt 1-7 lotur. Í hverri lotu kemur sérfræðingur í heimsókn, þátttakendur fara í vettvangsferð og svo huga þátttakendur að því hverngi megi kenna viðfangsefnið á sínu skólastigi.

 

Fyrstu tvær lotur námskeiðsins hefjast með heimsóknum sérfræðinga. Mánudaginn 13. janúar hefst lota um nanótækni og þá koma Kristján Leósson frá Raunvísindastofnun HÍ og Már Másson úr lyfjafræðideild  HÍ í heimsókn. Þriðjudaginn 14. janúar hefst svo lota um líftækni og þá flytur fyrirlestur Einar Mäntylä, ORF. Halda áfram að lesa

Smáforrit – söfnum saman.

Það fer líklegast ekki fram hjá neinum að spjaldtölvur eru smátt og smátt að birtast í skólum. Áhuga á smáforritum til náttúrufræðikennslu má einnig merkja í hópi náttúrufræðikennara á Facebook.

Finna má mikinn fjölda smáforrita tengdum náttúruvísindum, það er hið besta mál en um leið er vandasamt og tímafrekt að finna út úr því hvað hentar nemendum og þeim markmiðum sem verið er að vinna hverju sinni.

Við á Náttúrutorgi mælum með að við nýtum samtakamátt okkar og deilum reynslu okkar, hvaða smáforrit virki vel og hvernig. Sett hefur verið upp síða hér á torginu þar sem ætlunin er að safna slíkum upplýsingum og líka ætlum við að prófa að nota Pinterest en þar geta notendur safnað saman tenglum á svokölluð borð.

Safn af smáforritum fyrir android

Smellið á myndina til að fara á nýstofnað safn Náttúrutorgs af smáforritum til náttúrufræðikennslu.

Safnið er flokkað í sundur fyrir android og ipad, og ipad safnið flokkað niður eftir undirgreinum náttúruvísinda.

Sendið okkur notendanafnið ykkar á Pinterest (á svavap@hi.is) ef þið viljið taka þátt í að safna og skrifa umsagnir eða skellið þeim á Facebookhópinn.

Í umsögn er gott að geta þess fyrir hvaða aldurshóp forritið er, hvað nemendur geta gert, hvað það kostar, hverjir séu kostir þess og gallar. Ef dæmi um hvernig nýta má það í kennslu þá er slíkar upplýsingar ómetanlegar fyrir kennara sem er að byrja að feta sig áfram á þessari braut.

Fyrir málþing um náttúfræðimenntun sl. vor þýddi ég matsblað frá Kathleen Schrock (iPads4tTeaching: http://ipads4teaching.net). Þetta matsblað má hafa til hliðsjónar við að meta það hvaða hlutverki slík smáforrit geti gegnt í náttúrufræðinámi.

PDF matsblað með gagnvirkum gluggum: mat_á_smáforritum_med_gluggum
PDF matsblað á íslensku : mat á smáforritum,
Matsblað frá Kathy Schrock á ensku.

kv. Svava

Náttúruvísindi á 21. öld

Náttúrufræðikennurum stendur til boða námskeið á Menntavísindasviði á vorönn 2014: Náttúruvísindi á 21. öld: GSS208F
  • Starfandi kennurum stendur til boða að kynnast nýjustu tækni og vísindum með tengingu við stofnanir og fyrirtæki á Íslandi.
  • Kennt verður í 3 vikna lotum og farið verður í valin þverfagleg viðfangsefni með áherslu á framtíðina, t.d. líftækni, orkuframleiðslu, umhverfi og sjálfbæra þróun.
  • Loturnar verða eftir hádegi á mánudögum og þriðjudögum og fá nemendur að velja sér lotur til að mæta áhugasviðum. Sjá dags- og tímasetningar hér.
  • Þátttakendum úti á landi stendur til boða að fylgjast með í viku eitt og þrjú í hverju þema í gegnum fjarfundarbúnað en í viku tvö er mætingarskylda.
  • Áhersla verður á tengsl við atvinnulífið, t.d. með vettvangsheimsóknum.
  • Þátttakendur verða bæði nemendur við HÍ og starfandi kennarar og munu þeir vinna að kennsluefni sem nýst getur í kennslu í grunn- og framhaldsskólum.
  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjaldi í Vonarsjóð FG eða Vísindasjóð FF.

Skráning fer fram hér

Nánari upplýsingar í kennsluskrá eða með tölvupósti á birgira@hi.is, esteryj@hi.is og allyson@hi.is.