Starfsemi

Starfsemi Náttúrutorgs er margþætt:

Símenntun og samtarf: Náttúrutorg hefur staðið fyrir vinnustofum og menntabúðum fyrir kennara og mun gera það áfram. Á þessum samkomum hafa kennarar hist, stundum fengið utanaðkomandi fræðslu en stundum miðlað þekkingu og reynslu sína milli og unnið að eigin starfsþróun í samfélagi við aðra kennara.

Hægt er að skipuleggja vinnustofur og námskeið fyrir skóla og kennarahópa. Hafið samband við verkefnastjóra.

Samfélag náttúrufræðikennara : Hluti verkefnisins er að byggja upp starfssamfélag á neti og eru allir náttúrufræðikennarar og áhugafólk um eflingu náttúrufræðikennslu hvatt til að skrá sig í hóp náttúrufræðikennara á Facebook.

Safna í gagnabanka: Það verkefni hefur ekki farið almennilega á flug en mjór vísir er hér og hér á senda inn efni.

Kennsluráðgjöf: Náttúrutorg býður upp á kennsluráðgjöf í samráði við samstarfaðlina. Ráðgjöfin er sérsniðin að þeim sem hana þiggja og getur verið m.a. í formi áhorfs, viðtala, ábendinga á kennsluefni og aðferða. Hafið samband við verkefnastjóra vegna kennsluráðgjafar.

Rannsóknir á náttúrufræðinámi og kennslu: Mikilvægt er að koma á og efla samband skóla og fræðasamfélags. Saman geta þessir aðilar unnið að þróun kennsluhátta og námsgagna. Sjá Rannsóknir.

Skildu eftir svar