Myndskeið

Í verkefninu er áætlunin að útbúa myndskeið sem útskýra eða kenna valin hugtök í náttúrufræði.  Við óskum eftir kennurum sem annaðhvort vilja taka þátt í að búa til myndskeið eða nýta þau í kennslu.

Áætlað er að fyrstu myndböndin verði tilbúin haustið 2013.

Kostur við myndskeið í kennslu er að þau gera fyrirbæri sjáanleg sérstaklega fyrirbæri sem erfitt er að útskýra einungis með orðum eða teikningum.

Töluvert algengt er að náttúrufræðikennarar á ýmsum stigum nýti þegar myndskeið í kennslu og felli þau inn í innlögn, noti þau sem kveikju og sýni þau öllum bekknum á skjávarpa eða gagnvirkri töflu.

Þegar myndskeið eru notuð eru við vendikennslu geta nemendur horft á þau aftur og aftur, þegar þeim best hentar. Þá er mikilvægt að þau séu skýr, hugtakanotkun rétt og í samræmi við önnur kennslugögn.

Vandamálið er að framboð á myndskeiðum á íslensku er mjög takmarkað.

Námsgagnastofnun hefur gert myndbönd aðgengileg á vef sínum sem kennarar nýta.  Þau myndbönd eru áhugaverð en henta verr í kennslu þar sem þau eru löng, taka á mörgum hugtökum fara oft út fyrir þá þekkingu sem hentar nemendurm.

Á vef Námgagnastofnunar má einnig finna myndskeið með sýnitilraunum í efnafræði. Sem tilheyra bókinni Efnisheimurinn, þar er dæmi um myndskeið sem eru sérsniðin og falla að námsefninu. 

Á erlendum vefjum má finna mikið af myndskeiðum:

 

Skildu eftir svar