Hugtakateiknimynd um handþvott

Á twitter deildi Millhousegate þessari mynd frá ASE. Það var ekki eftir neinu að bíða að þýða hana.

 

 

 

 

Í hugtakateiknimyndum (e. concept cartoons) eru sýndar samræður fólks og mismunandi hugmyndir sem fólk kann að hafa um eitthvað fyrirbæri. Þessi mynd varpar fram staðhæfingum um handþvott sem við höfum líklega flest heyrt fólk segja undanfarnar vikur, misréttar að sjálfsögðu. En svona myndir eiga  skapa umræðu þar sem fræðilegar hugmyndir og hugtök eru tengd við daglegt líf.  Þær eru líka fínar til að  kanna skilning á viðfangsefninu, hvaða hugmyndir nemendur hafa um efnið, réttar og rangar.

Helstu talsmenn hugtakateiknimynda leggja til þessi skref:

  • Stutt kynning á verkefninu
  • Nemendur hugsa einslega og ræða í hópum um hvað þeir haldi um það sem fram kemur á myndinni og hvers vegna
  • kennarinn ræðir við nemedur og grípur inní samræður eftir þörfum
  • umræðunum fylgt eftir með verklegri athugun, eða gagnasöfnun
  • samantekt með öllum bekknum til að deila og gagnrýna hugmyndir

Brenda Keogh & Stuart Naylor (1999) Concept cartoons, teaching and learning in science: an evaluation, International Journal of Science Education, 21:4, 431-446, DOI: 10.1080/095006999290642

Í fjarkennslu mætti ræða í rauntíma, skrifa hugmyndir á umræðuþráð eða padlet, og svo leita upplýsinga á neti til að meta sannleiksgildi staðhæfinganna.

Myndmiðlun notuð til að styðja við nám í líffræði

Vertu með í skemmtilegu verkefni þar sem nemendur læra líffræði með því að taka myndir og myndskeið, vinna með þau og sýna samnemendum eða öðrum niðurstöður sínar. Myndatökur eru þarna leið til að skrá ákveðin fyrirbæri t.d. mynd af brumi eða blómi eða ákveðin ferli eins og þegar brum springa út eða um efnaskipti gersveppa. Þarna er myndmiðlun notuð til að styðja við nám í líffræði og ætlunin er að nemendur læri mest af vinnuferlinu sjálfu því það er ekki afurðin sjálf eða gæði myndbandsins eða myndanna sem skiptir mestu heldur lærdómurinn sem fæst af vinnu verkefnanna. Ekki er nauðsynlegt að nota flókinn tæknibúnað, hægt er að nota farsíma, spjaldtölvur eða ýmis konar myndavélar. Skoðaðu verkefnið á vefsíðu þess vidubiology.eu þar eru leiðbeiningar og verkefnablöð á íslensku undir content. Hér má sjá myndskeið sem tengist verkefninu:

Norrænt verkefnasafn í náttúrufræði fyrir leikskóla

Á síðu Náttúrutorgs er að finna ýmis verkefnasöfn, í flestum tilfellum er um að ræða efni sem starfandi kennarar hafa sent okkur til að aðrir kennarar geti nýtt sér.

Nú hefur bæst við nýtt efni sem Menntavísindastofnun gefur út hér á landi, Norrænt verkefnasafn í náttúrufræði fyrir leikskóla. Í inngangi segir:

Markmiðið með þessum verkefnum er að hvetja til og styðja við náttúrufræðinám í leikskólum. Efnið er byggt á sameiginlegu norrænu þróunarverkefni um náttúrufræðimenntun leikskólakennara sem hófst árið 2011 (Læring av naturfagbegreper hos barnehagebarn: Nordisk studiemodul for førskolelærerutdanningen (NATGREP)).

Verkefnið var fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni (Nordplus) og vinnuveitendum þátttakenda og tilgangurinn var að efla þverfaglegt vísindasamstarf um náttúrufræði. Einnig var stefnt að því að auka gæði leikskólastarfs og styrkja menntun leikskólakennara á Norðurlöndum.

Bæði háskólakennarar og starfsfólk ýmissa leikskóla hafa verið fulltrúar Dana, Finna, Íslendinga, Norðmanna og Svía í samstarfinu um námsefnið. Leikskólakennaranemar tóku einnig þátt í því að prófa það. Á grundvelli samræðna um rannsóknir og prófanir á verkefnunum sem gerðar höfðu verið í hinum ýmsu leikskólum varð til fræðilegur grunnur að því hvernig væri best að styðja náttúrufræðistarf í leikskólum (sjá nánar í Sortland et al., 2017). Á grunni þessa efnis unnu leikskólakennaranemar í vettvangsnámi sínu að ýmiss konar náttúrufræðiverkefnum. Þau verkefni voru síðan greind og rökrædd í samstarfshópnum.

Náttúra Skagafjarðar – nýr vefur

Nýr fræðsluvefur um náttúru Skagafjarðar var opnaður á Degi íslenskrar tungu. Útgefandi er Háskólinn á Hólum og Sólrún Harðardóttir setti vefinn upp og er höfundur hans.

Þetta er umfangsmikill vefur fyrir krakka, unglinga og áhugasaman almenning. Á vefnum er sagt frá ýmsu sem tengist náttúrunni einkum útfrá jarðfræði, líffræði og landafræði. Umhverfismál eru einnig til umfjöllunar. Auk þess eru sett fram spennandi verkefni þar sem gjarnan er lögð áhersla á athuganir úti í náttúrunni.

Hvað er breyta?

Opnuð hefur verið vefsíðan http://visindavaka.natturutorg.is/.

Vísindavaka er áhugavekjandi verkefni ætlað nemendum á miðstigi og unglingastigi. Markmið námsefnisins eru að nemendur þjálfist í að vinna eftir ferli vísinda, geti beitt hugtakinu „breyta“ og að nemendur geti útskýrt athugun á vísindalegan hátt.

Í verkefninu sem tekur um 8-10 40 mínútna kennslustundir hanna nemendur eigin samanburðartilraun, fylgja ferli vísinda og bjóða yngri nemendum á vísindasýningu, hina eiginlegu Vísindavöku þar sem þeir kynna verkefni sín og sýna listir sínar.

Náttúrufræðikennarar eru hvattir til að nota efnið og er öllum frjálst að nota og aðlaga námsefnið að sínum þörfum.

Á síðunni eru þrjár kennslumyndir sem eru 3-6 mínútur á lengd en þær eru Ferli vísindaBreyta og Hvað er Vísindavaka. Að auki má finna ítarlegar kennsluleiðbeiningar fyrir kennara með tillögum að námsmati og námsleiðbeiningar fyrir nemendur.

Að verkefninu standa Margrét Hugadóttir og Ingibjörg Hauksdóttir náttúrufræðikennarar. Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, náttúrufræðikennari sá um upptökur og klippingu, Krista Hall, grafískur hönnuður myndskreytti og Ævar Þór Benediktsson og Urður Heimisdóttir sáu um leik.  Útgáfa verkefnisins var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og er hýst hjá Náttúrutorgi

Orkubox

Orkubox er B.Ed verkefni Brynju Stefánsdóttur, það er safn af 15 verklegum æfingum tengdum orku.  Höfundur segir:

Þetta hefti inniheldur verkefni og athuganir til að nota samhliða kennslu um orku. Verkefnin voru búin til með unglingastig í huga og miða að því að nemandinn sé í aðalhlutverki. Þau eru sett upp þannig að nemandi ætti að geta útskýrt hugtök tengt athugun og ástæður þess sem er að gerast hverju sinni, að yfirferð lokinni.

Kennarar ættu að gera nýtt sér þetta safn sem finna má á Skemmu http://hdl.handle.net/1946/18921  þar er bæði kennarahefti og nemendablöð sem eru ítarleg og skemmtilega myndskreytt af Anitu Berglindi Einarsdóttur.

Maker Spaces- málstofa

Í dag er málstofa þar sem fjallað verður um börn og notkun stafrænna miðla sjá nánar á http://menntavisindastofnun.hi.is/born_og_notkun_stafraenna_midla_heima_og_i_nyskopunarsmidjum_eda_gerverum_e_makerspaces

Sem þátttakandi í þessu verkefni hef ég verið að lesa um maker spaces sem ég ætla að sinni að kalla gerver. Ekki þarf að lesa lengi til að sjá miklar tengingar við raungreinar ýmiskonar.  Á BETT í janúar mátti t.d. sjá mikla kynningu frá Microsoft á gerverum og þeir tala um Hacking STEM, en gerver eru einnig kölluð Hacker spaces og STEM stendur fyrir Science, technology, engineering and math (náttúruvísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði).

Eitt af verkefnum sem nálgast má á vef Microsoft https://www.microsoft.com/en-us/education/education-workshop/january.aspx

Halda áfram að lesa

Útikennsluapp

Nú þegar haustar og skólar byrja aftur má minna á verkfæri og verkefni sem nýst geta á fögrum hautdögum til útiveru. Í vor var opnuð vefsíðan Útikennsluapp frá Náttúruskóla Reykjavíkur. Á vefnum segja aðstandendur: „Gönguleiðirnar sex og verkefnin í útikennsluappinu byggja á handbókinni Ævintýri á gönguför sem Bragi Bergsson vann fyrir Skóla- og frístundasvið árið 2011. Verkefnisstjórar handbókarinnar voru Fríða Bjarney Jónsdóttir og Kolbrún Vigfúsdóttir, báðar á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.“


Halda áfram að lesa

Verklegar æfingar með tölvutengdum mælitækjum

Hér er gluggað í B.Ed. ritgerð Kristín Brynhildur Davíðsdóttir skrifar 2006 um stafræn mælitæki. Ritgerðin heitir „Tölvur í eðlisvísindum: Verklegar æfingar með tölvutengdum mælitækjum fyrir nemendur á unglingastigi.“ Háskólinn á Akureyri Kennaradeild, Lokaritgerð B.Ed. http://skemman.is/handle/1946/334

Stór hluti af ritgerðinni (byrjar bls. 19) eru leiðbeiningar fyrir kennara og nemendur , 12 verklegar æfingar með kennsluleiðbeiningum með ítarupplýsingum um námsefnið sem tengist mælitækinu og verkefnablöðum fyrir nemendur.

 

Halda áfram að lesa