Hvað er breyta?

Opnuð hefur verið vefsíðan http://visindavaka.natturutorg.is/.

Vísindavaka er áhugavekjandi verkefni ætlað nemendum á miðstigi og unglingastigi. Markmið námsefnisins eru að nemendur þjálfist í að vinna eftir ferli vísinda, geti beitt hugtakinu „breyta“ og að nemendur geti útskýrt athugun á vísindalegan hátt.

Í verkefninu sem tekur um 8-10 40 mínútna kennslustundir hanna nemendur eigin samanburðartilraun, fylgja ferli vísinda og bjóða yngri nemendum á vísindasýningu, hina eiginlegu Vísindavöku þar sem þeir kynna verkefni sín og sýna listir sínar.

Náttúrufræðikennarar eru hvattir til að nota efnið og er öllum frjálst að nota og aðlaga námsefnið að sínum þörfum.

Á síðunni eru þrjár kennslumyndir sem eru 3-6 mínútur á lengd en þær eru Ferli vísindaBreyta og Hvað er Vísindavaka. Að auki má finna ítarlegar kennsluleiðbeiningar fyrir kennara með tillögum að námsmati og námsleiðbeiningar fyrir nemendur.

Að verkefninu standa Margrét Hugadóttir og Ingibjörg Hauksdóttir náttúrufræðikennarar. Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, náttúrufræðikennari sá um upptökur og klippingu, Krista Hall, grafískur hönnuður myndskreytti og Ævar Þór Benediktsson og Urður Heimisdóttir sáu um leik.  Útgáfa verkefnisins var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og er hýst hjá Náttúrutorgi