Menntabúðir NaNO – Vísindavaka

Náttúrufræðikennrarnir Margrét Hugadóttir og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir taka á móti okkur í Langholtsskóla og kynna námsefnið Vísindavöku. Námsefnið samanstendur af kennslumyndböndum, kennsluleiðbeiningum og tillögum að námsmati.

Markmið Vísindavöku eru að nemendur verði færir til að tjá sig um vísindalegt ferli og geti beitt orðinu „breyta“. Verkefnið er ætlað nemendum í 6.-10. bekk og getur verið endurtekið árlega. Í erindinu velta þær upp spurningum um hvað sé góð verkleg æfing? Hvernig hægt sé að auka vægi nemendanna sjálfra í verklegum æfingum? og hvernig hægt sé að kenna um breytu á árangursríkan hátt? Hvernig má meta verklega kennslu með tilliti til hæfniviðmiða? Í kjölfar erindisins fer fram „ör“ vísindavaka þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja sig í spor nemenda og hanna eigin tilraun sem tengist daglegu lífi eða prófa að setja þekkta tilraun í nýjan búning með könnun nýrrar breytu.

Umræður verða í framhaldinu og ríkuleg tækifæri gefast til spurninga.

Athugið að skráning er bindandi. Öllum velkomið að droppa inn!

Skráning hér.

Hverjir: Grunnskólakennarar og aðrir áhugasamir.
Hvar: Í náttúrufræðistofunni, C-05, í Langholtsskóla, Holtavegi 23, 104 Reykjavík.
Hvenær: Fimmtudaginn 22. mars kl. 15:00-17:00.
Verð: Menntabúðir eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Umsjón: Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO – esteryj@hi.is