Að efla læsi í náttúrufræðikennslu

Þróunarverkefnið: Að efla læsi í náttúrufræðikennslu.

Veturinn 2012-2013 var starfandi kennurum í grunn- og framhaldsskólum boðið upp á námskeið, í umsjá Hauks Arasonar kennara á Menntavísindasviði, í að efla læsi í náttúrufræðikennslu. Markmið verkefnisins var m.a. að hópurinn aflað sér þekkingar um læsi, ræddi saman um fræðin og skiptist á hugmyndum um góð og gagnleg verkefni. Meginþungi vinnunnar var unninn  í náttúrufræðikennslu þátttakenda.

Mér, Hafdísi Ragnarsdóttur grunnskólakennara, fannst þetta námskeið strax áhugavert einkum vegna þess að í umræðunni hefur það ekki þótt sérstaklega faglegt að eyða miklu púðri í textavinnu.  Góður kennari einbeitir sér að gera námsefnið skemmtilegt með tilraunum og fjölbreyttu viðfangsefni sem er enn í fullu gildi en við þurfum að skerpa á lesskilningnum. Nemendum finnst vinna með fræðilegan texta ekki sérstaklega skemmtileg. Það reynist mörgum erfitt að halda athygli við lestur og úrvinnslu á texta. Margar náttúrufræðibækur eru þannig skrifaðar að nemendur ná takmörkuðu  sambandi við textann. Það má þó ekki verða til þess að nemendum verði forðað frá því að glíma við orðaforðann og lesskilninginn. Að ná tökum á textanum og fjölbreyttar kennsluaðferðir auka líkurnar á jákvæðum, áhugsömum og virkum náttúrufræðinema.

Bókin; Language And Literacy In Science Education Wellington, J. og  Osborn, J. 2001 , sem var m.a. notuð á námskeiðinu. Í henni er m.a. farið í tungumál náttúrufræðanna, rannsóknir á orðskilningi nemenda í náttúrufræði. Fjallað um flesta þætti kennslunnar og komið með  hugmyndir að verkefnum en því miður ekkert er um námsmat.

 

 

Annað lesefni sem fróðlegt er að lesa:

Bergljót Vilhelmína Jónsdóttir:  Eflum lesskilning. 2010.

Hafþór Guðjónsson:

PISA, læsi og náttúrufræðimenntun.  http://netla.hi.is/greinar/2008/015/index.htm

Að verða læs á náttúrufræðitexta. http://netla.hi.is/greinar/2011/ryn/004.pdf

Geirþrúður María Kjartansdóttir: Upplifun, leið til skilnings. Læsi, upplifun og skilningur unglinga á kennslutextum í náttúrufræði. 2009.   http://hdl.handle.net/1946/3754                                                              

Hér að neðan eru tenglar á hluta af lokaverkefni mínu: Læsi í náttúrufræðikennslu. Í þeim má kennsluhugmyndir og verkefnahugmyndir.

1. Bakgrunnur 2. Orðaspjöld 3. Orð á töflu 4. Orð mynd og texti 

5. Lesskilningur 6. Þjálfun í fagritun 7. Umræður 8. Leiðsagnarmat og matskvarði

Verkefnið er ekki fullkomið en vonandi geta mínar hugmyndir orðið að betur útfærðum  eða öðrum hugmyndum hjá  áhugasömum kennurum.

Gangi ykkur vel kv. Hafdís Ragnarsdóttir

Skildu eftir svar