Ráðstefnur og námskeið

Náttúrutorg og NaNO standa reglulega fyrir ýmsum námskeiðum og á Menntavísindasvið HÍ geta kennarar sótt námskeið. Slíkt er auglýst á vef Mennavísindastofnunar og á vef náttúrutorgs. Gott er líka að vera skráður á póstlista Náttúrutorgs en við auglýsum bæði okkar námskeið og ýmislegt annað.

Málþing um náttúrufræðimenntun – haldið annaðhvert ár, næst vorið 2019 á Akureyri. Vinnustofur, umræður, kynningar á verkefnum, námsefni og rannsóknum.

Samlíf – Samtök líffræðikennara standa yfirleitt fyrir námskeiðum á vorin og eru dugleg að auglýsa ýmsa viðburði og námskeið sem geta gagnast líffræðikennurum. Facebookhópur samtakanna.

Félag raungreinakennara stendur líka fyrir námskeiðum, undanfarið i samvinnu við endurmenntun HÍ.

Bresk ráðstefna haldin oftast í janúar ár hvert í mismunandi borgum, erindi og sýningar fyrir öll skólastig, vinnustofur sem henta kennurum. https://www.ase.org.uk/conferences/annual-conference/ við hjá NaNO/náttúrutorg höfum staðið fyrir hópferð sem var mjög vel lukkuð.

Samtök bandarískra náttúrufræðikennara, ýmsir viðburðir og árleg ráðstefna http://www.nsta.org/conferences/.

Luma miðstöðin við Háskólann í Helsinki stendur fyrir árlegri alþjóðlegri ráðstefnu í byrjun júni, dagskráin er á ensku, bæði eru fyrirlestrar og vinnustofur, ekkert ráðstefnugjald. https://www.luma.fi/en/lumat-2018/.

Scientix er evrópskt verkefni undir European Schoolnet sem heldur utanum verkefni um náttúrufræðinám og kennslu í Evrópu, á vefsíðu þeirra má finna upplýsingar um ýmsa viðburði, veffundi, ráðstefnur og námskeið. Löndin hafa ambassadora sem eiga að vita meira, okkar maður er Guðmundur Grétar Karlsson, Keflavík, ggk (hjá) fss.is.

https://www.esera.org/…/esera-ann…/653-esera-conference-2019 European science education research association. Ráðstefna annað hvert ár, fræðileg og mikil áhersla á að kynna niðurstöður rannsókna.

The Nordic Research Symposium on Science Education, ráðstefna þriðja hvert ár, mest áhersla á að kynna niðurstöður rannsókna. Stundum vinnustofur fyrir kennara og oft dagur fyrir ráðstefnuna fyrir kennara. Næst í Danmörku 2020.

Alþjóðleg rannsóknarráðstefna, https://waset.org/conference/2019/08/paris/ICSE.

Sendið endilega ábendingar um viðbætur á svavap hjá hi.is eða í Facebookhóp náttúrufræðikennara.