NaNO

Náttúruvísindi á nýrri öld (NaNO) er verkefni sem snýr að eflingu raungreina í grunn- og framhaldsskólum. Í verkefninu er sérstaklega litið til framtíðar á tækni og vísindi 21. aldar.

Hluti verkefnisins er að útbúa gagnabanka með viðfangsefnum sem endurspegla vísindi og tækni framtíðar. Megináhersla er á valin viðfangsefni sem ætlað er að vekja áhuga ungs fólks á raunvísindum og tækni og gera kennurum kleift að vinna með þau.

Aðrir þættir snúa meðal annars að menntabúðum fyrir starfandi náttúrufræði-/raunvísindakennara, auknu samstarfi milli skólastiga og kennara ásamt símenntunarnámskeiðum.

Verkefnið er innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og fór af stað haustið 2013 með ráðningu tveggja verkefnisstjóra, þeirra Birgis U. Ásgeirssonar (2013-2016) og Esterar Ýrar Jónsdóttur (2013-).

Verkefnastjórar eru Ester Ýr Jónsdóttir (esteryj@hi.is) og Svava Pétursdóttir (svavap@hi.is).

Vinna NaNO hópsins er styrkt af Aldarafmælissjóði HÍ, Þróunarsjóði námsgagna, Kennslumálasjóði HÍ, Endurmenntunarsjóði grunnskóla, Vinum Vatnajökuls og Félagi síldarútgerða, Rannsóknasjóði síldarútvegsins og Landsvirkjun.

 

Skýrsla NaNO um mat á námskeiðinu Náttúruvísindi á 21. öld

Matsskýrsla NaNO


Fréttabréf NaNO

September og október 2016

Júní til og með ágúst 2016

Febrúar til og með maí 2016

Desember 2015, janúar og febrúar 2016

Október og nóvember 2015

Júlí, ágúst og september 2015

Maí og júní 2015

Apríl 2015

Febrúar og mars 2015

Desember 2014 og janúar 2015

Nóvember 2014

Október 2014

Ágúst og september 2014

Júlí 2014

Júní 2014

Apríl og maí 2014

Mars 2014

Febrúar 2014

Janúar 2014

Desember 2013

Nóvember 2013

Skildu eftir svar