Veggspjöld

Margrét Hugadóttir kennar í Langholtsskóla vann veggspjaldið hér að neðar  um grunnatriði leitaraðferðar. Það að setja upp veggspjöld í skólastofum er ekki bara til að gera umhverfið huggulegra heldur líka árangursrík leið til að vekja athugli á og festa í minni námsefnið.

Margrét er með veggspjaldið til sölu, það kemur með ramma og er 50×70 cm. Nemendur hafa grunnskref leitaraðferðar fyrir framan sig og tileinka sér vísindaleg vinnbrögð. Verð: 6500kr. Veggspjaldið var lokaverkefni hennar á námskeiðinu Hönnun námsefnis og stafræn miðlun sem kennt er á meistarastigi í Menntavísindadeild HÍ. Hafið samband  í tölvupósti á marghuga@gmail.com ef þið hafið áhuga á að kaupa veggspjaldið.

Á umræðuþræði NSTA (bandarísk samtök nátttúrufræðikennara) var nýlega umræða um að skreyta kennslustofuna sína.  Tengli á veggspjald um hugtök sem gagnast í öllum vísindum, eins og mynstur, stærðir, orsök og afleiðing var deilt þar.  Á vefsíðunni má finna veggspjöld til útprentunar og umfjöllun um hugtökin.

Aðrar hugmyndir sem komu fram voru að sækja sér efni hjá opinberum stofnunum að margar þeirra gæfu slíkt eða seldu á lágu verði. kannist þið við íslensk slík?

Orðaveggur, orðaveggir eða listar eru oft notaðir í yngri barna kennslu en það er full ástæða til að setja þá upp líka með eldri nemendum, sérlega í náttúrufræði þar sem hvert nýtt viðfangsefni krefst nýs orðaforða.  Einn stakk uppá að hafa vegginn með tveim dálkum þar sem öðru megin væru orðin en hinum megin skilgreiningar. Sá sagði að rannsóknir segðu að það hefði lítið að segja að skilgreina ný hugtök í upphafi, heldur væri betra að vinna að skilgreiningu meðan á umfjöllun stæði og fylla smátt og smátt upp seinni dálkinn. 

Hér er eitt veggspjald um ályktanir, gögn og röksemdafærslu. Kannski setur einhver þetta upp á fínni íslensku fyrir okkur?