Hvað er í fjörunni?

NaNO námskeið


Hvað er í fjörunni? með Kristínu Norðdahl
Farið verður með kennara í fjöru og skoðað það sem fyrir augu ber. Annars vegar verða lífverur skoðaðar frá líffræðilegu sjónarhorni og hins vegar hvernig unnt sé að nálgast fjöruferðir sem þessar á hagnýtan hátt í kennslu með nemendum.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á hagnýta þætti í kennslu og hagnýt vinnubrögð annars vegar og verklegar æfingar án flókinna tækja eða sérstakri tilraunastofu hins vegar.


Sunset in Reykjavik


Hver: Grunnskólakennarar sem koma að náttúrufræðikennslu.
Hvar: Við Ægisíðu við gömlu grásleppuskúrana. Í framhaldi í stofu K-102 í húsnæði MVS HÍ við Stakkahlíð.
Hvenær: Mánudaginn 19. september kl. 13:00-15:30.
Skráning: Skráning fer fram rafrænt hér. Athugið að skráning er bindandi.
Verð: Námskeiðið er kennurum að kostnaðarlausu.


Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr esteryj@hi.is.