Opin erindi um vistheimt og sorpmál


Allir kennarar eru velkomnir á  tvo fyrirlestra með umræðum sem standa frá 13:30 til 16:30 í stofu K 206 í byggingu Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð.

 

 

Mánudaginn 24. febrúar 2014 kl. 13:30-16:30.
Vistheimt – Ása Aradóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands flytur erindi um vistheimt á Íslandi.

Þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl. 13:30-16:30.
Rusl í framtíðinni – Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti flytur erindi um landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 og Erla Helgadóttir frá Sorpu flytur erindi um úrgangsmál framtíðar. Halda áfram að lesa

Náttúruvísindi á 21. öld

Náttúrufræðikennurum stendur til boða námskeið á Menntavísindasviði á vorönn 2014: Náttúruvísindi á 21. öld: GSS208F
  • Starfandi kennurum stendur til boða að kynnast nýjustu tækni og vísindum með tengingu við stofnanir og fyrirtæki á Íslandi.
  • Kennt verður í 3 vikna lotum og farið verður í valin þverfagleg viðfangsefni með áherslu á framtíðina, t.d. líftækni, orkuframleiðslu, umhverfi og sjálfbæra þróun.
  • Loturnar verða eftir hádegi á mánudögum og þriðjudögum og fá nemendur að velja sér lotur til að mæta áhugasviðum. Sjá dags- og tímasetningar hér.
  • Þátttakendum úti á landi stendur til boða að fylgjast með í viku eitt og þrjú í hverju þema í gegnum fjarfundarbúnað en í viku tvö er mætingarskylda.
  • Áhersla verður á tengsl við atvinnulífið, t.d. með vettvangsheimsóknum.
  • Þátttakendur verða bæði nemendur við HÍ og starfandi kennarar og munu þeir vinna að kennsluefni sem nýst getur í kennslu í grunn- og framhaldsskólum.
  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjaldi í Vonarsjóð FG eða Vísindasjóð FF.

Skráning fer fram hér

Nánari upplýsingar í kennsluskrá eða með tölvupósti á birgira@hi.is, esteryj@hi.is og allyson@hi.is.