Smáforrit – söfnum saman.

Það fer líklegast ekki fram hjá neinum að spjaldtölvur eru smátt og smátt að birtast í skólum. Áhuga á smáforritum til náttúrufræðikennslu má einnig merkja í hópi náttúrufræðikennara á Facebook.

Finna má mikinn fjölda smáforrita tengdum náttúruvísindum, það er hið besta mál en um leið er vandasamt og tímafrekt að finna út úr því hvað hentar nemendum og þeim markmiðum sem verið er að vinna hverju sinni.

Við á Náttúrutorgi mælum með að við nýtum samtakamátt okkar og deilum reynslu okkar, hvaða smáforrit virki vel og hvernig. Sett hefur verið upp síða hér á torginu þar sem ætlunin er að safna slíkum upplýsingum og líka ætlum við að prófa að nota Pinterest en þar geta notendur safnað saman tenglum á svokölluð borð.

Safn af smáforritum fyrir android

Smellið á myndina til að fara á nýstofnað safn Náttúrutorgs af smáforritum til náttúrufræðikennslu.

Safnið er flokkað í sundur fyrir android og ipad, og ipad safnið flokkað niður eftir undirgreinum náttúruvísinda.

Sendið okkur notendanafnið ykkar á Pinterest (á svavap@hi.is) ef þið viljið taka þátt í að safna og skrifa umsagnir eða skellið þeim á Facebookhópinn.

Í umsögn er gott að geta þess fyrir hvaða aldurshóp forritið er, hvað nemendur geta gert, hvað það kostar, hverjir séu kostir þess og gallar. Ef dæmi um hvernig nýta má það í kennslu þá er slíkar upplýsingar ómetanlegar fyrir kennara sem er að byrja að feta sig áfram á þessari braut.

Fyrir málþing um náttúfræðimenntun sl. vor þýddi ég matsblað frá Kathleen Schrock (iPads4tTeaching: http://ipads4teaching.net). Þetta matsblað má hafa til hliðsjónar við að meta það hvaða hlutverki slík smáforrit geti gegnt í náttúrufræðinámi.

PDF matsblað með gagnvirkum gluggum: mat_á_smáforritum_med_gluggum
PDF matsblað á íslensku : mat á smáforritum,
Matsblað frá Kathy Schrock á ensku.

kv. Svava

Skildu eftir svar