Náttúruvísindi á 21 öld.

Núna á vorönninni er haldið námskeið um vísindi á 21. öldinni (nánar hér og á Moodle gestaaðgangi). Þetta námskeið er um marga hluti nýstárlegt. Það sækja bæði starfandi kennarar úr grunn- og framhaldsskólum og kennaranemar. Námskeiðið skiptist í lotur og geta þátttakendur sótt 1-7 lotur. Í hverri lotu kemur sérfræðingur í heimsókn, þátttakendur fara í vettvangsferð og svo huga þátttakendur að því hverngi megi kenna viðfangsefnið á sínu skólastigi.

 

Fyrstu tvær lotur námskeiðsins hefjast með heimsóknum sérfræðinga. Mánudaginn 13. janúar hefst lota um nanótækni og þá koma Kristján Leósson frá Raunvísindastofnun HÍ og Már Másson úr lyfjafræðideild  HÍ í heimsókn. Þriðjudaginn 14. janúar hefst svo lota um líftækni og þá flytur fyrirlestur Einar Mäntylä, ORF.

Kennarar eru velkomnir á þessa tvo fyrirlestra sem standa frá 13:30 til 16:30 í stofu K206 í byggingu Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð.

Námskeiðið tengist NaNO verkefninu á Menntavísindasviði, sem er kostað af Aldarafmælissjóði HÍ.

Áætlað er að afurðir námskeiðsins birtist hér á vefsíðu Náttúrutorgs.

Skildu eftir svar