Efling náttúrufræðimenntunar

Innan Menntavísindsviðs HÍ er mikill áhugi á að efla náttúrufræðimenntun. Sem lið í slíkri vinnu hafa verið ráðnir að sviðinu fjórir verkefnastjórar og einn nýdoktor.

Svava Pétursdóttir var ráðin í desember 2012 sem nýdoktor til að vinna að rannsóknum á sviði náttúrufræðimentnunar m.a. að kortleggja stöðu valdra þátta í náttúrufræðikennslu. Auk þess sem hún sinnir kennslu og stýrir Náttúrutorgi. Margrét Júlía Rafnsdóttir og Hafdís Ragnarsdóttir vinna að eflingu þekkingar um náttúrufræði í skólastarfi með áherslu á sjálfbærni, sinna samvinnu við háskóla og gerð námsefnis. Ester Ýr Jónsdóttir og Birgir Ásgeirsson eru að hefja störf um þessar mundir en áhersla í störfum þeirra er á náttúrufræðimenntun á 21. öld, námsefnisgerð og símenntun kennara.

Öll koma þau að Náttúrutorgi með einum eða öðrum hætti. Áætlunin er að afrakstur og afurðir starfa þeirra birtist hér á vefnum þegar fram líða stundir.

Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin til starfa.

Skildu eftir svar