Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 31. mars – 1. apríl 2017. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, erindi, smiðjur og pallborð. Kallað verður eftir framlögum í byrjun janúar 2017.

Að þinginu standa:

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands,
Félag leikskólakennara,
Félag raungreinakennara,
GERT, grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni,
Háskólinn á Akureyri,
Samlíf, samtök líffræðikennara.

Frekari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO: esteryj@hi.is

Mega Menntabúðir

Nú er blásið til MEGA menntabúða með mörgum samstarfsaðilum. Búðirnar verða miðvikudaginn 28. september kl. 16:15 -1 8:15 til að spjalla, segja frá og kynnast nýju fólki. Tilvalið er fyrir náttúrufræðikennara að segja frá samþættum verkefnum, þema- verkefnum, heimildavinnu, nánast hverju sem er sem þið haldið að gagnist öðrum, sérlega ef þau tengjast upplýsingatækni.

Látið endilega sjá ykkur, náttúrufræðikennarar svo og allir kennarar á öllum skólastigum. Sjá auglýsingu og skráningu hér fyrir neðan.

Halda áfram að lesa

Námskeiðið nám og náttúruvísindi á 21. öld

Við viljum vekja athygli á að Menntavísindasvið og NaNO bjóða á vorönn 2016 aftur uppá námskeið um náttúruvísindi á 21. öld. Þetta verður að stórum hluta sama námskeiðið og haldið hefur verið tvisvar áður en í hvert skipti með aðeins breyttum áherslum. Þátttakendum hefur þótt gagnlegt og áhugavert að heimsækja fyrirtæki og stofnanir þar sem vísindi eru stunduð, fá að ræða við vísindamenn og sjá störf þeirra. Svo í framhaldi af því að setja þá þekkingu sem þangað er sótt í tengslum við kennslu á náttúruvísindum á öllum skólastigum.

2014-02-10 13.42.47 

Nám og náttúruvísindi á 21. öld    

  • Þátttakendur kynnast nýjustu tækni og vísindum með tengingu við stofnanir og fyrirtæki á Íslandi.
  • Farið verður í valin þverfagleg viðfangsefni með áherslu á framtíðina. Þátttakendur hafa sjálfir áhrif á efnisval námskeiðsins.
  • Kennt verður eftir hádegi á föstudögum.
  • Áhersla verður á tengsl við atvinnulífið, t.d. með vettvangsheimsóknum.
  • Þátttakendur verða bæði nemendur við HÍ og starfandi kennarar í grunn- og framhaldsskólum og munu þeir vinna að kennsluefni sem nýst getur í kennslu.
  • Starfandi kennarar geta sótt um styrk fyrir námskeiðsgjaldi styrk í Vonarsjóð FG eða í Vísindasjóð.
  • Nemendur Háskóla Íslands skrá sig í gegnum Uglu. Starfandi kennarar skrá sig hér. Skráningarfrestur fyrir starfandi kennara er til 1. desember 2015.

  Nánari upplýsingar í kennsluskrá eða með tölvupósti á birgira@hi.is.   

Myndir frá námskeiðinu 2014 2014 NaNO námskeiðHeimsóknir í Hafró og HellisheiðarvirkjunHeimsókn í Sorpu

 

Náttúrufræðikennarar heimsækja fyrirtæki og stofnanir.

Ein af áskorununum í náttúrufræðikennslu er að gera viðfangsefnin raunveruleg og þar með áhugaverð fyrir nemendur. Við könnumst öll við stunur frá nemendum sem segja ,,til hvers þarf ég að læra þetta, það notar þetta enginn!“.  Á námskeiðinu ,,Náttúruvísindi á 21 öld“ voru kennarar sammála um það að auðveldara væri að ræða við nemendur um mismundi störf og starfsemi tengd vísindum eftir að hafa sjálfir heimsótt slíka staði auk þess sem þeir treystu sér betur til að heimsækja slíka staði með nemendum.

13. okt sl. fór hópur kennara í heimsókn í DeCode og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins.  Við spurðum sérlega um menntun og bakgrunn starfsfólksins. Það er skemmst frá því að segja að þar starfar mjög fjölbreyttur hópur, m.a. líffræðingar, vélaverkfræðingar, vélvirkjar, lífefnafræðingar, líftæknifræðingar, stærðfræðingar, tölfræðingar og ráðin sem þau vildu að væri skilað til nemenda væri að ef þau vilja starfa við rannsóknir í erfðafræði væri mikilvægast að taka alla þá stærðfræði sem þau gætu.

Næst heimsókn verður í Össur, 29. október nánari upplýsingar og skráning hér.

Skráning hafin á málþing um náttúrufræðimenntun

Skráning er nú hafin á málþing um náttúrufræðimenntun sem haldið verður í Verzlunarskóla Íslands 17.- 18. apríl 2015.Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu flestir sem kenna náttúrufræði og raungreinar á öllu skólastigum að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreytt erindi bæði frá kennurum og rannsakendum verða flutt. Eftir setningu þingsins verða framsöguerindi frá háskólafólki og forsvarsmönnum iðnaðarins. Áhugavert verður að heyra síðan viðhorf þeirra sem stunda vísindamiðlun fyrir almenning. Á laugardaginn verður boðið upp á fleiri erindi, fjölbreyttar smiðjur og pallborð þar sem frummælendur velta fyrir sér framtíð náttúrufræðimenntunar.

Heimasíða málþingins er hér.

Frá málþingi 2013, „Eðlis og stjörnufræði í leikskóla.“

Málþingið er haldið í samstarfi RAUN, Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun og NaNO bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands einnig Samlíf-Félag líffræðikennara og Félag leikskólakennara.

Vel heppnaðar menntabúðir

Fimmtudaginn 29. janúar voru haldnar menntabúðir náttúrufræðikennara með aðeins öðruvísi sniði. Menntabúðirnar voru haldnar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, kennararnir þar tóku á móti um 20 kennurum og sýndu hópnum bygginguna sem er ný og afskaplega vel heppnuð. Alalr raungreinar eru kenndar í svokölluðum klasa sem er afmarkað svæði með líffræðistofu, efnafræðistofu auk almennrar kennslustofu og smærri rýma og gott alrými þar sem nemendur geta dreift úr sér við vinnu og blandast nemendum úr öðrum áföngum.

Kennararnir höfðu líka undirbúið innlegg fyrir hópinn og sýndu stafræn tæki sem þau nýta við verklegar æfingar.

Rafræna smásjá og kennarinn talaði um hve gott sé að geta skoðað saman á skjánum og að geta sent myndir til nemenda að vinna áfram  með .
Menntabúðir í FMOS

Globisens almæla sem get mælt  m.a. sýrustig, hitastig, loftþrýsting og tengjast öðrum tækjum með bluetooth.  Halda áfram að lesa