Vel heppnaðar menntabúðir

Fimmtudaginn 29. janúar voru haldnar menntabúðir náttúrufræðikennara með aðeins öðruvísi sniði. Menntabúðirnar voru haldnar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, kennararnir þar tóku á móti um 20 kennurum og sýndu hópnum bygginguna sem er ný og afskaplega vel heppnuð. Alalr raungreinar eru kenndar í svokölluðum klasa sem er afmarkað svæði með líffræðistofu, efnafræðistofu auk almennrar kennslustofu og smærri rýma og gott alrými þar sem nemendur geta dreift úr sér við vinnu og blandast nemendum úr öðrum áföngum.

Kennararnir höfðu líka undirbúið innlegg fyrir hópinn og sýndu stafræn tæki sem þau nýta við verklegar æfingar.

Rafræna smásjá og kennarinn talaði um hve gott sé að geta skoðað saman á skjánum og að geta sent myndir til nemenda að vinna áfram  með .
Menntabúðir í FMOS

Globisens almæla sem get mælt  m.a. sýrustig, hitastig, loftþrýsting og tengjast öðrum tækjum með bluetooth. 

Tracker hugbúnað sem er fríkeypis og aðgengilegur á netinu. Með honum má greina hreyfingu hluta, með því að taka upp myndband af hlut á hreyfingu, flytja það inn í hugbúnaðinn og merkja inn punkta og skoða svo ferilinn þaðan. Sýnt var dæmi um æfingar með hreyfingu gorma,  hringhreyfingu og hlut sem var kastað.
Smáforritið Moxtra var nefnt sem góður kostur til að tala inn á glósur sínar til að gera myndbönd til vendikennslu en töluverðar umræður urðu um slíka kennslu hætti og nokkrir töluðu um góða reynslu af því meðan aðrir sáu á henni ýmsa galla.
Pisa prófið verður lagt fyrir á næstunni og barst í umræðu, kennarar bentu á að á vef Námsmatsstofnunar má finna sýnishorn af verkefnum og Skilningsbókin er líka með verkefni sem reyna á svipaða þætti og Pisa verkefnin.
Næstu menntabúðir verða líka með nýjum hætti, þá heimsækjum við Veðurstofuna 5. mars, upplýsingar og skráning hér.
Ef þú vilt upplýsingar um Menntbúðir í tölvupósti þá er skráning á póstlista Náttúrutorgs hér. 
Hér er hægt að fletta í gegn og sjá fleirri myndir.