Sjávarútvegsskóli Fjarðarbyggðar

Eitt af því sem við höfum áhuga á er hvernig atvinnulíf getur stutt við náttúrufræðimenntun og öfugt.  Ein hliðin á því er að nemendur viti hvernig störf geta beðið þeirra ef þau leggja fyrir sig nám tengt vísindum og tækni.  Það er líka nauðsynlegt að nemendur þekki þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar og á vegum Síldarvinnslunar hefur verið sett af stað afskaplega spennandi verkefni Sjávarútvegskóli Fjarðarbyggjar sem var útnefnt Menntasproti atvinnulífsins árið 2015.

Sjá má myndir af áhugasömum nemendum á Facebooksíðu Sjávarútvegsskólans og greinilegt að fræðslan er víðtæk, nemendur fara um borð í togara, kynnast netagerð, fiskvinnsluni og eflaust fleirri hliðum.

Sjávarútvegur núna er svo mikið meira en bara slor og það sem er mest áberandi í fiskvinnslu núna er hvað fólkinu hefur fækkað og tækjunum fjölgað. En tækin þarf að hanna, framleiða, setja upp, stýra og viðhalda. Til að fá besta nýtingu úr því hráefni sem dregið er úr sjó þarf að rannsaka, hanna og þróa leiðir til að nýta hina ólíku hluta fisks og annara sjávardýra til fulls. Því fengum við að kynnast í heimsókn í Sjávarklasann í vetur. Það er greinilegt að það er mikil gerjun í gangi í vinnslu sjávarafurð og mörg spennandi störf þar sem öll með óbeinum hætti tengjast veiðum og vinnslu og ættu að geta orðið  kveikja að áhuga nemenda á náttúruvísindum og tækni ef þeim er kynnt þau eins og gert er í Sjávarútvegsskólanum.