Náttúrufræðikennarar heimsækja fyrirtæki og stofnanir.

Ein af áskorununum í náttúrufræðikennslu er að gera viðfangsefnin raunveruleg og þar með áhugaverð fyrir nemendur. Við könnumst öll við stunur frá nemendum sem segja ,,til hvers þarf ég að læra þetta, það notar þetta enginn!“.  Á námskeiðinu ,,Náttúruvísindi á 21 öld“ voru kennarar sammála um það að auðveldara væri að ræða við nemendur um mismundi störf og starfsemi tengd vísindum eftir að hafa sjálfir heimsótt slíka staði auk þess sem þeir treystu sér betur til að heimsækja slíka staði með nemendum.

13. okt sl. fór hópur kennara í heimsókn í DeCode og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins.  Við spurðum sérlega um menntun og bakgrunn starfsfólksins. Það er skemmst frá því að segja að þar starfar mjög fjölbreyttur hópur, m.a. líffræðingar, vélaverkfræðingar, vélvirkjar, lífefnafræðingar, líftæknifræðingar, stærðfræðingar, tölfræðingar og ráðin sem þau vildu að væri skilað til nemenda væri að ef þau vilja starfa við rannsóknir í erfðafræði væri mikilvægast að taka alla þá stærðfræði sem þau gætu.

Næst heimsókn verður í Össur, 29. október nánari upplýsingar og skráning hér.