Nýársferð kennara á vísindaveislu

NaNO við Menntavísindasvið HÍ hvetur til hópferðar kennara á árlega ráðstefnu Association for Science Education (ASE) 6.–9. janúar 2016 í Birmingham í Bretlandi. Ráðstefnan er fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara með fjölbreytt efni sem nýtist í kennslu.

 Hvenær: 6.–9. janúar 2016. Mögulega farið utan degi fyrr og komið heim degi síðar.

 Hvar: University of Birmingham í Bretlandi.

 Hvers vegna:

–     Tilvalið tækifæri til starfsþróunar og símenntunar hjá kennurum sem kenna náttúrufræðigreinar.

–     Vettvangur til tengslamyndunar í hópi kennara, bæði innan íslenska hópsins og með erlendum kollegum.

–     Samvera/námsamfélag, fyrir ráðstefnuna, á ráðstefnunni og eftir ráðstefnuna. Þannig getur íslenski hópurinn verið betur undirbúinn og kennarar lært af reynslu hvers annars eftir ráðstefnuna.

 Upplýsingar um kostnað:

–     Ferðakostnaður.

–     Flug um 25–30 þúsund kr. til London og 15–30 þúsund kr. lestarferð til Birmingham (1,5 klst.).

–     Flug um 60–75 þúsund kr. til Birmingham (með millilendingu).

–     Ráðstefnugjaldið er 348 £.

–     Ódýrara er fyrir ASE meðlimi, 166 £. Það gæti borgað sig að gerast meðlimur.

–     Unnt er að fá að auki 15 % hópafslátt þegar íslenski hópurinn skráir sig saman.

–     Snemmskráning er fram til 23. október 2015. Eftir þann tíma hækkar gjaldið.

–     Ráðstefnugjaldið er því á bilinu 30–80 þúsund krónur eftir því hvaða leið er farin.

–     Kostnaður við gistingu bætist við.

–     Endurmenntunarsjóðir KÍ geta styrkt félaga um ferða-, gisti- og ráðstefnukostnað.

 Næstu skref:

Ef þú hefur áhuga á þátttöku í hópferð á ASE, hafðu samband við Birgi á birgira@hi.is fyrir 1. sept. 2015.

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar er unnt að fá á vefsíðu ráðstefnunnar og hjá Birgi hjá HÍ: birgira@hi.is.