Sjávarútvegsskóli Fjarðarbyggðar

Eitt af því sem við höfum áhuga á er hvernig atvinnulíf getur stutt við náttúrufræðimenntun og öfugt.  Ein hliðin á því er að nemendur viti hvernig störf geta beðið þeirra ef þau leggja fyrir sig nám tengt vísindum og tækni.  Það er líka nauðsynlegt að nemendur þekki þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar og á vegum Síldarvinnslunar hefur verið sett af stað afskaplega spennandi verkefni Sjávarútvegskóli Fjarðarbyggjar sem var útnefnt Menntasproti atvinnulífsins árið 2015.

Sjá má myndir af áhugasömum nemendum á Facebooksíðu Sjávarútvegsskólans og greinilegt að fræðslan er víðtæk, nemendur fara um borð í togara, kynnast netagerð, fiskvinnsluni og eflaust fleirri hliðum.

Continue reading

Vel heppnaðar menntabúðir

Fimmtudaginn 29. janúar voru haldnar menntabúðir náttúrufræðikennara með aðeins öðruvísi sniði. Menntabúðirnar voru haldnar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, kennararnir þar tóku á móti um 20 kennurum og sýndu hópnum bygginguna sem er ný og afskaplega vel heppnuð. Alalr raungreinar eru kenndar í svokölluðum klasa sem er afmarkað svæði með líffræðistofu, efnafræðistofu auk almennrar kennslustofu og smærri rýma og gott alrými þar sem nemendur geta dreift úr sér við vinnu og blandast nemendum úr öðrum áföngum.

Kennararnir höfðu líka undirbúið innlegg fyrir hópinn og sýndu stafræn tæki sem þau nýta við verklegar æfingar.

Rafræna smásjá og kennarinn talaði um hve gott sé að geta skoðað saman á skjánum og að geta sent myndir til nemenda að vinna áfram  með .
Menntabúðir í FMOS

Globisens almæla sem get mælt  m.a. sýrustig, hitastig, loftþrýsting og tengjast öðrum tækjum með bluetooth.  Continue reading

Menntaspjall um náttúrufræðimenntun.

Sunnudagsmorguninn 25. janúar  kl. 11:00 var menntaspjall um náttúrufræðimenntun.  Þó nokkrir létu sjá sig á Twitter til að tjá sig um málefnið og tóku þátt í afskaplega fjörugu spjalli.

Menntaspjall á Twitter er eiginlega tvennt, annarsvegar umræðumerkið (myllumerki, hashtag) #menntaspjall sem skólafólk notar alla vikuna þegar það tjáir sig um skólamál á íslensku á Twitter. Hinsvegar er um skipulagða viðburði að ræða sem eiga sér stað annan hvern sunnudagsmorgun þar sem rætt er um tiltekin málefni. Skipuleggjendur eru þeir Ingvi Hrannar Ómarsson og Tryggvi Thayer, þeir fá svo gestatjórnanda til sín sem hefur innsýn í málefnið.

Þátttakendur í spjallinu

Stjórnendur að þessu sinni voru þau Ester Ýr Jónsdóttir og Birgir U. Ásgeirsson.

Spurt verður:
1. Hver ætti að vera tilgangur og markmið náttúrufræðimenntunar á Íslandi í dag?
2. Hvernig ætti að haga kennslu í nátttúrufræði og raungreinum til að mæta þeim markmiðum?
3. Hverjir eru styrkleikar náttúrufræði-/raunvísindakennslu núna?
4. Hverjar eru helstu áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í náttúrufræðikennslu?
5. Hvað getum við sem kennarar gert til að efla náttúrufræðimenntun?
6. Hvert er mikilvægi símenntunar náttúrufræði/raunvísinda-kennara og hvernig viljið þið að símenntun sé háttað?

Helstu framlög  má lesa í glugga hér að neðan í samantekt Ingva Hrannars:

Continue reading

Hvað segja rannsóknir um náttúrufræðimenntun? – námskeið á vorönn 2015

Námskeiðið Hvað segja rannsóknir um náttúrufræðimenntun er eitt af þeim sem boðið er uppá  núna í vor við Menntavísindasvið, bæði er hægt að taka námskeiðið með og án eininga.

Fjallað verður um rannsóknir á náttúrufræðimenntun, bæði erlendis og hér á landi er varða náttúrufræðinám, kennslu og skólastarf.

Continue reading

Málþing um náttúrufræðimenntun vor 2015

Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 17.-18. apríl 2015. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, erindi, smiðjur og pallborð. Kallað verður eftir framlögum í byrjun janúar 2015.

Að þinginu standa:

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið
Félag leikskólakennara
Samlíf félag líffræðikennara
Samtök áhugafólks um skólaþróun.

frekari upplýsingar: [email protected]

 

Er sjávarútvegur gamaldags og illa lyktandi?

Sjávarklassinn vinnur að verkefni sem miðar að því að efla meðvitund og vekja áhuga á sjávarútvegi hjá nemendum í 10. bekk í grunnskóla.

Skólar geta haft samband við Sjávarklasann og óskað eftir kynningu en hún er skólum að kostnaðarlausu. Af vef Sjávarklasans:

Kynningin samanstendur af stuttu ágripi af sögu íslensks sjávarútvegs, sérstöðu Íslands, helstu fiskategundir og framleiðsluferlinu, en í því felst svo miklu meira en flestir gera sér grein fyrir. Sagt er frá þeim hátækniiðnaði sem sjávarútvegurinn er í dag og hinar ýmsu starfstéttir sem tengjast honum á mismunandi hátt. Einnig er bent á bæði beinar og óbeinar námsleiðir tengdar greininni og krökkunum sýnd taska sem er stútfull af hinum ýmsu aukaafurðum úr fiskinum sem fáir vita að eru framleiddar á Íslandi. Markmiðið er því að gera þeim grein fyrir hversu víðfeðm áhrif sjávarútvegurinn hefur á okkar samfélag og hversu flottur iðnaður hann er.

Sjá nánar um verkefnið hér.

Samstarf á Vesturlandi

Náttúrufræðikennarar á vesturlandi hittust sl. föstudag á Haustþingi Kennarafélags Vesturlands.

Rætt var samstarf hópsins.  Fundarmenn voru sammála um að það væri mikilvægt að hitta aðra sem væru að kenna sama fag og ákveðið var að stefna að því að hittast tvisvar á önn. Næst í Menntaskólanum í Borgarnesi fimmtudaginn 20. nóvember kl 17:30.

Vesturland okt 2014

Continue reading

Menntabúðir

Menntabúðir haustsins eru farnar af stað. Fylgist endilega með dagskránni hér og takið þátt. Þær eru alltaf haldnar úti í skólum og er það oft skemmtileg viðbót að sjá aðstæður til náttúrufræði og raungreinakennslu. Hér er mynd úr menntabúðum í september í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem aðstaða til verklegrar eðlisfræði er til fyrirmyndar.

Útikennsluapp

Nú þegar haustar og skólar byrja aftur má minna á verkfæri og verkefni sem nýst geta á fögrum hautdögum til útiveru. Í vor var opnuð vefsíðan Útikennsluapp frá Náttúruskóla Reykjavíkur. Á vefnum segja aðstandendur: „Gönguleiðirnar sex og verkefnin í útikennsluappinu byggja á handbókinni Ævintýri á gönguför sem Bragi Bergsson vann fyrir Skóla- og frístundasvið árið 2011. Verkefnisstjórar handbókarinnar voru Fríða Bjarney Jónsdóttir og Kolbrún Vigfúsdóttir, báðar á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.“


Continue reading

Námskeið: Ný vísindi með sjálfbærni að leiðarljósi

NaNO – ný vísindi með sjálfbærni að leiðarljósi

Markmið þessa námskeiðs er að styðja við kennara og styrkja þá í þverfaglegum vinnubrögðum og umfjöllun um viðfangsefni sem eiga það sameiginlegt að flokkast undir náttúruvísindi, sjálfbærni og tækni 21. aldar. Þau eru í eðli sínu þvert á greinar, bóklegar og verklegar. Mörg viðfangsefnanna teygja sig einnig yfir í samfélagsgreinar og samspil vísinda, tækni, náttúru og samfélags. Áhersla verður á grunnþætti menntunar, sérstaklega læsi og sjálfbærni í tengslum við loftslagsbreytingar, áhrif þeirra á náttúru, lífríki og efnahag.

Dæmi um viðfangsefni: nanótækni, líftækni, hafið, loftslagsverkfræði, vistheimt, sorp í framtíðinni, orkuvinnsla framtíðar, sýndartilraunir, læsi, náttúrulæsi og upplýsingatækni. Þátttakendur velja í sameiningu viðfangsefni vetrarins.

Afurðir: Á námskeiðinu verður ýmist unnið að námsefni þannig að það nýtist ólíkum námsgreinum og stuðli að samþættingu þeirra eða verkefnum sem tengjast vinnu við gerð nýrra skólanámskráa.

Markhópur: Kennarar á mið- og unglingastigi grunnskóla, aðrir kennarar og skólastjórnendur velkomnir.

Tímabil og staðsetning: Námskeiðið hefst 12. september. Staðlotur fara fram einu sinni í mánuði (að desember undanskildum) frá september 2014 – apríl 2015 á mismunandi vikudögum í seinni part dags. Dagsetningar verða ákveðnar í samráði við þátttakendur.

Kennt verður ýmist í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu eða fyrirtækjum og stofnunum.

Á milli staðlota gefast tækifæri til að eiga samskipti á netmiðlum, möguleiki er að sækja námskeiðið í fjarnámi.

Continue reading