Að loknu málþingi

Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið 17. – 18. apríl 2015.  Slík málþing hafa verið haldin að minnsta kosti þrisvar áður.  Að þessu sinni var það haldið að frumkvæði Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) í góðu samstarfi við Samlíf- Samtök líffræðikennara og Félag leikskólakennara. Birgir U. Ásgeirsson fór fyrir undirbúningshópnum og á stóran hlut í framkvæmd málþingsins. Undirbúningshópurinn er afskaplega ánægður með hvernig til tókst. Þátttakan var góð, yfir 120 kennarar af öllum skólastigum, námsefnishöfundar og gestir frá ýmsum stofnunum sem tengjast náttúruvísindum sóttu þingið. Erindi voru fjölbreytt, inngangserindi áhugaverð og dagskrárliður um vísindamiðlun fyrir börn og almenning sérlega ánægjulegur.

Við kunnum Verzlunarskólanum bestu þakkir fyrir móttökurnar, Kennarasambandi Íslands og Menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir stuðninginn, Samtökum áhugafólks um skólarþóun fyrir aðstoðina og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu sem lögðu fram krafta sína að segja frá verkefnum, hugmyndum og rannsóknum.

 

Skráning hafin á málþing um náttúrufræðimenntun

Skráning er nú hafin á málþing um náttúrufræðimenntun sem haldið verður í Verzlunarskóla Íslands 17.- 18. apríl 2015.Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu flestir sem kenna náttúrufræði og raungreinar á öllu skólastigum að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreytt erindi bæði frá kennurum og rannsakendum verða flutt. Eftir setningu þingsins verða framsöguerindi frá háskólafólki og forsvarsmönnum iðnaðarins. Áhugavert verður að heyra síðan viðhorf þeirra sem stunda vísindamiðlun fyrir almenning. Á laugardaginn verður boðið upp á fleiri erindi, fjölbreyttar smiðjur og pallborð þar sem frummælendur velta fyrir sér framtíð náttúrufræðimenntunar.

Heimasíða málþingins er hér.

Frá málþingi 2013, „Eðlis og stjörnufræði í leikskóla.“

Málþingið er haldið í samstarfi RAUN, Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun og NaNO bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands einnig Samlíf-Félag líffræðikennara og Félag leikskólakennara.

Sjávarútvegsskóli Fjarðarbyggðar

Eitt af því sem við höfum áhuga á er hvernig atvinnulíf getur stutt við náttúrufræðimenntun og öfugt.  Ein hliðin á því er að nemendur viti hvernig störf geta beðið þeirra ef þau leggja fyrir sig nám tengt vísindum og tækni.  Það er líka nauðsynlegt að nemendur þekki þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar og á vegum Síldarvinnslunar hefur verið sett af stað afskaplega spennandi verkefni Sjávarútvegskóli Fjarðarbyggjar sem var útnefnt Menntasproti atvinnulífsins árið 2015.

Sjá má myndir af áhugasömum nemendum á Facebooksíðu Sjávarútvegsskólans og greinilegt að fræðslan er víðtæk, nemendur fara um borð í togara, kynnast netagerð, fiskvinnsluni og eflaust fleirri hliðum.

Halda áfram að lesa

Vel heppnaðar menntabúðir

Fimmtudaginn 29. janúar voru haldnar menntabúðir náttúrufræðikennara með aðeins öðruvísi sniði. Menntabúðirnar voru haldnar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, kennararnir þar tóku á móti um 20 kennurum og sýndu hópnum bygginguna sem er ný og afskaplega vel heppnuð. Alalr raungreinar eru kenndar í svokölluðum klasa sem er afmarkað svæði með líffræðistofu, efnafræðistofu auk almennrar kennslustofu og smærri rýma og gott alrými þar sem nemendur geta dreift úr sér við vinnu og blandast nemendum úr öðrum áföngum.

Kennararnir höfðu líka undirbúið innlegg fyrir hópinn og sýndu stafræn tæki sem þau nýta við verklegar æfingar.

Rafræna smásjá og kennarinn talaði um hve gott sé að geta skoðað saman á skjánum og að geta sent myndir til nemenda að vinna áfram  með .
Menntabúðir í FMOS

Globisens almæla sem get mælt  m.a. sýrustig, hitastig, loftþrýsting og tengjast öðrum tækjum með bluetooth.  Halda áfram að lesa

Menntaspjall um náttúrufræðimenntun.

Sunnudagsmorguninn 25. janúar  kl. 11:00 var menntaspjall um náttúrufræðimenntun.  Þó nokkrir létu sjá sig á Twitter til að tjá sig um málefnið og tóku þátt í afskaplega fjörugu spjalli.

Menntaspjall á Twitter er eiginlega tvennt, annarsvegar umræðumerkið (myllumerki, hashtag) #menntaspjall sem skólafólk notar alla vikuna þegar það tjáir sig um skólamál á íslensku á Twitter. Hinsvegar er um skipulagða viðburði að ræða sem eiga sér stað annan hvern sunnudagsmorgun þar sem rætt er um tiltekin málefni. Skipuleggjendur eru þeir Ingvi Hrannar Ómarsson og Tryggvi Thayer, þeir fá svo gestatjórnanda til sín sem hefur innsýn í málefnið.

Þátttakendur í spjallinu

Stjórnendur að þessu sinni voru þau Ester Ýr Jónsdóttir og Birgir U. Ásgeirsson.

Spurt verður:
1. Hver ætti að vera tilgangur og markmið náttúrufræðimenntunar á Íslandi í dag?
2. Hvernig ætti að haga kennslu í nátttúrufræði og raungreinum til að mæta þeim markmiðum?
3. Hverjir eru styrkleikar náttúrufræði-/raunvísindakennslu núna?
4. Hverjar eru helstu áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í náttúrufræðikennslu?
5. Hvað getum við sem kennarar gert til að efla náttúrufræðimenntun?
6. Hvert er mikilvægi símenntunar náttúrufræði/raunvísinda-kennara og hvernig viljið þið að símenntun sé háttað?

Helstu framlög  má lesa í glugga hér að neðan í samantekt Ingva Hrannars:

Halda áfram að lesa

Hvað segja rannsóknir um náttúrufræðimenntun? – námskeið á vorönn 2015

Námskeiðið Hvað segja rannsóknir um náttúrufræðimenntun er eitt af þeim sem boðið er uppá  núna í vor við Menntavísindasvið, bæði er hægt að taka námskeiðið með og án eininga.

Fjallað verður um rannsóknir á náttúrufræðimenntun, bæði erlendis og hér á landi er varða náttúrufræðinám, kennslu og skólastarf.

Halda áfram að lesa

Málþing um náttúrufræðimenntun vor 2015

Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 17.-18. apríl 2015. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, erindi, smiðjur og pallborð. Kallað verður eftir framlögum í byrjun janúar 2015.

Að þinginu standa:

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið
Félag leikskólakennara
Samlíf félag líffræðikennara
Samtök áhugafólks um skólaþróun.

frekari upplýsingar: birgira@hi.is

 

Er sjávarútvegur gamaldags og illa lyktandi?

Sjávarklassinn vinnur að verkefni sem miðar að því að efla meðvitund og vekja áhuga á sjávarútvegi hjá nemendum í 10. bekk í grunnskóla.

Skólar geta haft samband við Sjávarklasann og óskað eftir kynningu en hún er skólum að kostnaðarlausu. Af vef Sjávarklasans:

Kynningin samanstendur af stuttu ágripi af sögu íslensks sjávarútvegs, sérstöðu Íslands, helstu fiskategundir og framleiðsluferlinu, en í því felst svo miklu meira en flestir gera sér grein fyrir. Sagt er frá þeim hátækniiðnaði sem sjávarútvegurinn er í dag og hinar ýmsu starfstéttir sem tengjast honum á mismunandi hátt. Einnig er bent á bæði beinar og óbeinar námsleiðir tengdar greininni og krökkunum sýnd taska sem er stútfull af hinum ýmsu aukaafurðum úr fiskinum sem fáir vita að eru framleiddar á Íslandi. Markmiðið er því að gera þeim grein fyrir hversu víðfeðm áhrif sjávarútvegurinn hefur á okkar samfélag og hversu flottur iðnaður hann er.

Sjá nánar um verkefnið hér.

Samstarf á Vesturlandi

Náttúrufræðikennarar á vesturlandi hittust sl. föstudag á Haustþingi Kennarafélags Vesturlands.

Rætt var samstarf hópsins.  Fundarmenn voru sammála um að það væri mikilvægt að hitta aðra sem væru að kenna sama fag og ákveðið var að stefna að því að hittast tvisvar á önn. Næst í Menntaskólanum í Borgarnesi fimmtudaginn 20. nóvember kl 17:30.

Vesturland okt 2014

Halda áfram að lesa

Menntabúðir

Menntabúðir haustsins eru farnar af stað. Fylgist endilega með dagskránni hér og takið þátt. Þær eru alltaf haldnar úti í skólum og er það oft skemmtileg viðbót að sjá aðstæður til náttúrufræði og raungreinakennslu. Hér er mynd úr menntabúðum í september í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem aðstaða til verklegrar eðlisfræði er til fyrirmyndar.