Náttúrufræðikennarar heimsækja fyrirtæki og stofnanir.

Ein af áskorununum í náttúrufræðikennslu er að gera viðfangsefnin raunveruleg og þar með áhugaverð fyrir nemendur. Við könnumst öll við stunur frá nemendum sem segja ,,til hvers þarf ég að læra þetta, það notar þetta enginn!“.  Á námskeiðinu ,,Náttúruvísindi á 21 öld“ voru kennarar sammála um það að auðveldara væri að ræða við nemendur um mismundi störf og starfsemi tengd vísindum eftir að hafa sjálfir heimsótt slíka staði auk þess sem þeir treystu sér betur til að heimsækja slíka staði með nemendum.

13. okt sl. fór hópur kennara í heimsókn í DeCode og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins.  Við spurðum sérlega um menntun og bakgrunn starfsfólksins. Það er skemmst frá því að segja að þar starfar mjög fjölbreyttur hópur, m.a. líffræðingar, vélaverkfræðingar, vélvirkjar, lífefnafræðingar, líftæknifræðingar, stærðfræðingar, tölfræðingar og ráðin sem þau vildu að væri skilað til nemenda væri að ef þau vilja starfa við rannsóknir í erfðafræði væri mikilvægast að taka alla þá stærðfræði sem þau gætu.

Næst heimsókn verður í Össur, 29. október nánari upplýsingar og skráning hér.

Nýársferð kennara á vísindaveislu

NaNO við Menntavísindasvið HÍ hvetur til hópferðar kennara á árlega ráðstefnu Association for Science Education (ASE) 6.–9. janúar 2016 í Birmingham í Bretlandi. Ráðstefnan er fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara með fjölbreytt efni sem nýtist í kennslu.

 Hvenær: 6.–9. janúar 2016. Mögulega farið utan degi fyrr og komið heim degi síðar. Continue reading

Skráning hafin á málþing um náttúrufræðimenntun

Skráning er nú hafin á málþing um náttúrufræðimenntun sem haldið verður í Verzlunarskóla Íslands 17.- 18. apríl 2015.Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu flestir sem kenna náttúrufræði og raungreinar á öllu skólastigum að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreytt erindi bæði frá kennurum og rannsakendum verða flutt. Eftir setningu þingsins verða framsöguerindi frá háskólafólki og forsvarsmönnum iðnaðarins. Áhugavert verður að heyra síðan viðhorf þeirra sem stunda vísindamiðlun fyrir almenning. Á laugardaginn verður boðið upp á fleiri erindi, fjölbreyttar smiðjur og pallborð þar sem frummælendur velta fyrir sér framtíð náttúrufræðimenntunar.

Heimasíða málþingins er hér.

Frá málþingi 2013, „Eðlis og stjörnufræði í leikskóla.“

Málþingið er haldið í samstarfi RAUN, Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun og NaNO bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands einnig Samlíf-Félag líffræðikennara og Félag leikskólakennara.

Hvað segja rannsóknir um náttúrufræðimenntun? – námskeið á vorönn 2015

Námskeiðið Hvað segja rannsóknir um náttúrufræðimenntun er eitt af þeim sem boðið er uppá  núna í vor við Menntavísindasvið, bæði er hægt að taka námskeiðið með og án eininga.

Fjallað verður um rannsóknir á náttúrufræðimenntun, bæði erlendis og hér á landi er varða náttúrufræðinám, kennslu og skólastarf.

Continue reading

Námskeið: Ný vísindi með sjálfbærni að leiðarljósi

NaNO – ný vísindi með sjálfbærni að leiðarljósi

Markmið þessa námskeiðs er að styðja við kennara og styrkja þá í þverfaglegum vinnubrögðum og umfjöllun um viðfangsefni sem eiga það sameiginlegt að flokkast undir náttúruvísindi, sjálfbærni og tækni 21. aldar. Þau eru í eðli sínu þvert á greinar, bóklegar og verklegar. Mörg viðfangsefnanna teygja sig einnig yfir í samfélagsgreinar og samspil vísinda, tækni, náttúru og samfélags. Áhersla verður á grunnþætti menntunar, sérstaklega læsi og sjálfbærni í tengslum við loftslagsbreytingar, áhrif þeirra á náttúru, lífríki og efnahag.

Dæmi um viðfangsefni: nanótækni, líftækni, hafið, loftslagsverkfræði, vistheimt, sorp í framtíðinni, orkuvinnsla framtíðar, sýndartilraunir, læsi, náttúrulæsi og upplýsingatækni. Þátttakendur velja í sameiningu viðfangsefni vetrarins.

Afurðir: Á námskeiðinu verður ýmist unnið að námsefni þannig að það nýtist ólíkum námsgreinum og stuðli að samþættingu þeirra eða verkefnum sem tengjast vinnu við gerð nýrra skólanámskráa.

Markhópur: Kennarar á mið- og unglingastigi grunnskóla, aðrir kennarar og skólastjórnendur velkomnir.

Tímabil og staðsetning: Námskeiðið hefst 12. september. Staðlotur fara fram einu sinni í mánuði (að desember undanskildum) frá september 2014 – apríl 2015 á mismunandi vikudögum í seinni part dags. Dagsetningar verða ákveðnar í samráði við þátttakendur.

Kennt verður ýmist í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu eða fyrirtækjum og stofnunum.

Á milli staðlota gefast tækifæri til að eiga samskipti á netmiðlum, möguleiki er að sækja námskeiðið í fjarnámi.

Continue reading

Lífríkið og útikennsla.

Nú er vorið komið og sumarið handan við hornið. Síðustu menntabúðir þessa vetrar verða fimmtudaginn 22. maí kl. 14:30-16:30 í Sæmundarskóla. Tilvalið er að smella sér og fá hugmyndir sem nýst gætu úti með nemendum núna á vordögum. Að þessu sinni verða tvær vanar konur með innlegg en allar hugmyndir einnig vel þegnar.  Skráning og nánari upplýsingar hér. 

Málstofa 21. maí

RAUN- Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun  fær góða gesti miðvikudaginn 21. maí  kl.15:00-17:00 í stofu H101 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Þeir Brant G. Miller frá Háskólanum í Idaho og Joel Donna frá Háskólanum í Minnesota koma og verða með erindi um tvö verkefni tengd náttúrufræðimenntun. Ágripin má finna á ensku hér að neðan. Allir velkomnir Continue reading

Menntabúðir um verklega kennslu

Núna í vor hafa náttúrufræðikennarar rætt í Facebookhóp sínum að þörf sé á að hittast og skiptast á þekkingu og hugmyndum um verklega kennslu. Í framhaldi af því hafa verið skipulagðar svokallaðar menntabúðir sem byggjast á framlagi og þátttöku þeirra sem mæta.
Þrjár búðir eru áætlaðar í mars, apríl og maí, um verklega kennslu í eðlis og efnafræði og líffæðina úti.
Allar nánari upplýsingar má finna hér

Frá vinnustofu um einfaldar æfingar í efnafræði nóvember 2011

Námskeið fyrir kennara: Samfélagsmiðlar, álitamál og þátttaka í lýðræði

Samfélagsmiðlar, álitamál og þátttaka í lýðræði

 Stutt lýsing á námskeiðinu

Samskipti fara fram í síauknum mæli á samfélagsmiðlum af ýmsu tagi (t.d. Facebook, Twitter, spjallþráðum fjölmiðla). Það að mynda sér skoðanir á málefnum líðandi stundar og tjá sig um þau á opinberum vettvangi má telja einn þátt í lýðræðisþáttöku.

Á námskeiðinu Samfélagsmiðlar, álitamál og þátttaka í lýðræði verður m.a. fjallað um hvað þátttaka í lýðræði feli í sér í nútíma samfélagi. Kynnt verður fjölbreytt úrval samfélagsmiðla, kostir þeirra og gallar. Skoðað verður hvernig kennarar geta nýtt samfélagsmiðla með nemendum sínum til að safna saman upplýsingum og rökrætt á skipulegan hátt um ýmis álitamál. Það álitamál sem kennarar glíma við á námsskeiðinu er hvernig megi nýta samfélagsmiðla til að fjalla um álitamál svo vel fari í skóla, hverjir gætu verið kostir og gallar við slíka kennsluhætti. Einnig veltum við fyrir okkur í hverju undirbúningur kennarans þarf að felast og hvernig þannig kennsla er best framkvæmd.

Hvar – hvernig

Þátttakendur munu hittast fjórum sinnum, tvo klukkutíma í senn í skólum á höfuðborgarsvæðinu. (23., 30. janúar og 13., 20. febrúar kl. 16:00-18:00). Ætlast er til virkrar þátttöku á samfélagsmiðlum þess á milli. Einnig er þess vænst að kennarar prófi vinnubrögðin með nemendum sínum og íhugi hvernig það gekk að nýta samfélagsmiðla með hópnum.. Kennarar munu sjálfir velja sér viðfangsefni sem fellur að því námsefni sem þeir eru að kenna.

Námskeiðið er hluti af starfsemi Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins og umsjón hefur Dr. Svava Pétursdóttir, verkefnastjóri Náttúrutorgs.

 Hverjir

Námskeiðið er miðað við þá sem kenna náttúrufræði og samfélagsfræði í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum.

 Kostnaður

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 Skráning:

Skráning HÉR.