Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun sem fer fram dagana 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Skráning fer fram með því að smella hér.

 

Dagskrá

Dagskrá má nálgast hér (uppfært 19.3.2017)

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars.

Skráningargjaldið er 4.000 kr. Kaffiveitingar innifaldar. Greiðsluseðill verður sendur í netbanka. Skráning er bindandi.

Málþingsbæklingur með dagskrá og lýsingum á erindum er í vinnslu og verður birtur hér innan tíðar.

Fyrir hverja er málþingið?

Málþingið er ætlað öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt örðum áhugasömum. Efni málþingsins er sniðið að öllum skólastigum. Á málþinginu verður efni frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda.

Vinsamlega bentu samstarfsfólki og öllum þeim sem kunna að hafa áhuga á .málþinginu á að skrá sig.

Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir, esteryj@hi.is, hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

#natt2017

Að þinginu standa

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við:

Félag leikskólakennara Félag raungreinakennara
GERT Samlíf, samtök líffræðikennara
NaNO Háskólinn á Akureyri
Náttúrutorg