Á vef Orkuveitu Reykjavíkur má nú finna leik fyrir nemendur um CarbFix verkefnið. Leikurinn samanstendur af myndböndum og litlum leikjum þar sem nemendur kynnast ferlinu og tilgangi þess.
CarbFix verkefnið snýst um að reyna að binda koltvíoxíð, algengustu gróðurhúsalofttegundina, á föstu formi djúpt í hraunlögum í nágrenni virkjunarinnar og draga þannig úr áhrifum koltvíoxíðs á loftslag. Háskóli Íslands stýrir vísindahluta verkefnisins. Umfjöllun um CarbFix á Scientific American.
Verkefnið hefur verið umdeilt eftir hrinu jarðskjálfta á svæði Hellisheiðarvirkjunar og því tilvalið að skoða með nemendum hin ólíku sjónarhorn sem birtast í fréttaflutningi um það, auk umfjöllunar um hina vísindalegu hlið þess að binda koltvíoxíð í bergi.
Leiknum fylgja útskýringar og kennsluleiðbeiningar.
Leikur þessi hentar sem viðbót við hið ágæta þemahefti CO2 frá Námsgagnastofnun en því fylgir bæði fræðslumynd og kennsluleiðbeiningar.
Um loftlagsbreytingar segir Aðalnámskrá grunnskóla:
Við lok 10 bekkjar getur nemandi:
Hæfniviðmið úr Aðalnámsskrá grunnskóla 2013