Menntabúðir um mannslíkamann

Líffræði mannslíkamans og  líffæra- og lífeðlisfræði er kennd á öllum skólastigum.  Alveg frá yngstu bekkjum grunnskólans og uppúr, kennarar á öllum skólastigum ættu því að geta skipst á skoðunum og reynslu um hugmyndir og verklegar æfingar tengdar mannslíkamanum í Menntabúðum sem haldnar verða mánudaginn 28. október 2013 kl. 15:00 – 18:00. í Réttarholtsskóla.

Nánari upplýsingar og skráning á: http://menntabudir.natturutorg.is/menntabudir/lifedlisfraedi-og-liffraedi-mannslikamans-oktober-2013/

  Maðurinn, hugur og heilsa bókarkápa        Líffæra og lífeðlisfræði seinna bindi bókarkápa

Efling náttúrufræðimenntunar

Innan Menntavísindsviðs HÍ er mikill áhugi á að efla náttúrufræðimenntun. Sem lið í slíkri vinnu hafa verið ráðnir að sviðinu fjórir verkefnastjórar og einn nýdoktor.

Svava Pétursdóttir var ráðin í desember 2012 sem nýdoktor til að vinna að rannsóknum á sviði náttúrufræðimentnunar m.a. að kortleggja stöðu valdra þátta í náttúrufræðikennslu. Auk þess sem hún sinnir kennslu og stýrir Náttúrutorgi. Margrét Júlía Rafnsdóttir og Hafdís Ragnarsdóttir vinna að eflingu þekkingar um náttúrufræði í skólastarfi með áherslu á sjálfbærni, sinna samvinnu við háskóla og gerð námsefnis. Ester Ýr Jónsdóttir og Birgir Ásgeirsson eru að hefja störf um þessar mundir en áhersla í störfum þeirra er á náttúrufræðimenntun á 21. öld, námsefnisgerð og símenntun kennara.

Öll koma þau að Náttúrutorgi með einum eða öðrum hætti. Áætlunin er að afrakstur og afurðir starfa þeirra birtist hér á vefnum þegar fram líða stundir.

Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin til starfa.

Góður liðsauki

Náttúrutorgi hefur bæst við góður liðsauki. Sverrir Guðmundsson hefur tekið að sér að uppfæra tenglasafn í jarðvísindum. Það er ekki amalegt að fá svona aðstoð en Sverrir er mikill stjörnuáhugamaður  og einn af aðstandendum Stjörnufræðvefsins. Safnið hefur nú fengið rækilega yfirhalningu, með góðum viðbótum og flokkun á tenglunum og kunnum við Sverri bestu þakkir fyrir.

Sverrir Guðmundsson

Sverrir er vígalegur stjörnufræðikennari

Ekki er úr vegi á sama tíma að benda á nýjan krakkavef stjörnufræðifélagsins Geimurinn.is

Verkefnasafn

Eitt af því sem kennarar dunda mikið við er að búa til verkefni. Þegar ég byrjaði að kenna gátu kennarar farið í kennslumiðstöðvar og ljósritað verkefni sem þangað hafði verið safnað í banka. Með upplýsingatækni opnaðist fljótleg, þægileg og ódýr leið til að dreifa gögnum, upplýsingum og skrám .Það hefði mátt halda að það yrði stundað í stórum stíl að kennarar deildu milli sín glósum, verkefnum,  prófum, glærum, vinnuseðlum og öðru sem þeir framleiða. Það hefur lítið gerst. Innan hvers skóla má samt ætla að einhver vísir að slíku sé til.

Halda áfram að lesa

CarbFix verkefni og leikur.

Á vef Orkuveitu  Reykjavíkur má nú finna leik fyrir nemendur um CarbFix verkefnið. Leikurinn samanstendur af myndböndum og litlum leikjum þar sem nemendur kynnast ferlinu og tilgangi þess.

Skjámynd af CrabFix leiknum

CarbFix verkefnið snýst um að reyna að binda koltvíoxíð, algengustu gróðurhúsalofttegundina, á föstu formi djúpt í hraunlögum í nágrenni virkjunarinnar og draga þannig úr áhrifum koltvíoxíðs á loftslag.  Háskóli Íslands stýrir vísindahluta verkefnisins. Umfjöllun um CarbFix á Scientific American.

Verkefnið hefur verið umdeilt eftir hrinu jarðskjálfta á svæði Hellisheiðarvirkjunar og því tilvalið að skoða með nemendum hin ólíku sjónarhorn sem birtast í fréttaflutningi um það, auk umfjöllunar um hina vísindalegu hlið þess að binda koltvíoxíð í bergi.

Leiknum fylgja útskýringar og kennsluleiðbeiningar. 

Leikur þessi hentar sem viðbót við hið ágæta þemahefti CO2 frá Námsgagnastofnun en því fylgir bæði fræðslumynd og kennsluleiðbeiningar.

 

Um loftlagsbreytingar segir Aðalnámskrá grunnskóla:

Við lok 10 bekkjar getur nemandi:

Hæfniviðmið úr Aðalnámsskrá grunnskóla 2013

Hæfniviðmið úr Aðalnámsskrá grunnskóla 2013

 

Hvar má finna námsefni?

Hér á okkar ísakalda landi er það kannski óþörf spurning, en á nýrri síðu er samt leitast við að svara henni. Námsgagnastofnun er okkar fyrsta stopp í leit að námefni en víðar má samt fara. Síðan verður eins og annað hér á torginu í sífelldri endurskoðun og endilega bendið á annað sem ætti heima í þessari upptalningu.

Námsefni fyrir önnur skólastig verður síðar listað upp og auglýst er eftir sjálfboðaliðum í að safna slíku saman. /SP

Vel heppnað málþing

Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið þann 5. júní 2013 og þótti heppnast mjög vel. Gestir voru um 190 af öllum skólastigum og þar af  60 með framlög af einhverju tagi. Það er greinilegt að það er margt áhugvert að gerast í náttúrufræðimenntun .

Skjákynningar frá flestum kynningum má nálgast við ágrip þeirra.

Eftir málþingið bárust margar fyrirspurnir um rafrænar smásjár og víðsjár og upplýsingar um þær má finna hér.

Myndir frá málþinginu má sjá hér, nokkrar í viðbót hér og  myndir úr stofu 207.

 

Skráning hafin á málþing um náttúrufræðimenntun.

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:00 – 17:00.


Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur.
Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London http://www.ioe.ac.uk/staff/CPAT/GEMS_71.html
Skráning hér

Dagskrá má sjá hér.

Málþingið er haldið í samstarfi við:

Félag leikskólakennara http://fl.ki.is/
Félag náttúrufræðikennara í grunnskólum http://www.fng.is/

Náttúrutorg http://natturutorg.is/

 

Frestað

Menntabúðum í líffræði hefur verið frestað um óákveðin tíma.

– á sama tíma fer fram Háskólahlaup  við Norræna húsið
– það vorar seint og er kalt, lífið lítið vaknað
– daginn eftir er frídagur og hætta við miklum afföllum

Í sárabót erum við komin ansi nálægt málþingi náttúrufræðikennara, þar sem til stendur að bjóða uppá náttúrutúlkun og einnig verða erindi um útikennslu. http://natturutorg.is/blog/2013/05/04/nam-og-kennsla-i-natturufraedigreinum-a-21-oldinni/