Nú er vorið komið og sumarið handan við hornið. Síðustu menntabúðir þessa vetrar verða fimmtudaginn 22. maí kl. 14:30-16:30 í Sæmundarskóla. Tilvalið er að smella sér og fá hugmyndir sem nýst gætu úti með nemendum núna á vordögum. Að þessu sinni verða tvær vanar konur með innlegg en allar hugmyndir einnig vel þegnar. Skráning og nánari upplýsingar hér.
Málstofa 21. maí
RAUN- Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun fær góða gesti miðvikudaginn 21. maí kl.15:00-17:00 í stofu H101 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Þeir Brant G. Miller frá Háskólanum í Idaho og Joel Donna frá Háskólanum í Minnesota koma og verða með erindi um tvö verkefni tengd náttúrufræðimenntun. Ágripin má finna á ensku hér að neðan. Allir velkomnir Halda áfram að lesa
Verklegar æfingar með tölvutengdum mælitækjum
Hér er gluggað í B.Ed. ritgerð Kristín Brynhildur Davíðsdóttir skrifar 2006 um stafræn mælitæki. Ritgerðin heitir „Tölvur í eðlisvísindum: Verklegar æfingar með tölvutengdum mælitækjum fyrir nemendur á unglingastigi.“ Háskólinn á Akureyri Kennaradeild, Lokaritgerð B.Ed. http://skemman.is/handle/1946/334
Stór hluti af ritgerðinni (byrjar bls. 19) eru leiðbeiningar fyrir kennara og nemendur , 12 verklegar æfingar með kennsluleiðbeiningum með ítarupplýsingum um námsefnið sem tengist mælitækinu og verkefnablöðum fyrir nemendur.
Kennsluhugmyndir- læsi í náttúrufræðikennslu
Læsi á texta er mörgum þeim sem vilja efla náttúrufræðikennslu hugleikið. Hafdís Ragnarsdóttir hefur tekið saman að aðalatriðin og kennsluhugmyndir sem hún vann á námskeiðið um læsi á náttúrufræðitexta. Efnið má nálgast hér og mun vonandi nýtast kennurum við að þjálfa nemendur í að lesa og skilja texta í náttúrufræði.
Læsi á náttúrufræðitexta
Miðvikudaginn 26. febrúar stóð Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun fyrir hádegispjalli. Þetta var fyrsti viðburðurinn í röð viðburða þessa vorönnina.
Hafþór Guðjónsson reið á vaðið með erindi sem hann kallaði Læsi á náttúrufræðitexta – máttur málkerfa.
Umhverfisvefur Háskóla Íslands og Grænir dagar
Háskóli Íslands hefur sett sér markmið í sjálfbærni- og umhverfismálum sem taka til átta efnisflokka sem spanna allt frá námi og rannsóknum til hins daglega lífs háskólaborgara. Nýr umhverfisvefur hefur verið opnaður á heimasíður Háskóla Íslands undir heitinu; Sjálfbærni og umhverfi. Þar má meðal annars finna umhverfis- og sjálfbærnistefnu Háskóla Íslands, hugmyndir um hvað hver og einn getur gert til þess að stuðla að sjálfbæru samfélagi og yfirlit yfir viðburði sem tengjast umhverfismálum. Halda áfram að lesa
Samráðsfundur með náttúrufræðikennurum á Suðurlandi
Samráðsfundur náttúrufræði-/raungreinakennara í grunn- og framhaldsskólum á Suðurlandi var haldinn fimmtudaginn 20. febrúar sl. í Vallaskóla á Selfossi. Markmið fundarins var að skapa umræðu um kennslu í náttúrufræðigreinum, stuðla að samstarfi milli kennara á svæðinu og rjúfa faglega einangrun. Halda áfram að lesa
Opin erindi um vistheimt og sorpmál
Allir kennarar eru velkomnir á tvo fyrirlestra með umræðum sem standa frá 13:30 til 16:30 í stofu K 206 í byggingu Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð.
Mánudaginn 24. febrúar 2014 kl. 13:30-16:30.
Vistheimt – Ása Aradóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands flytur erindi um vistheimt á Íslandi.
Þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl. 13:30-16:30.
Rusl í framtíðinni – Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti flytur erindi um landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 og Erla Helgadóttir frá Sorpu flytur erindi um úrgangsmál framtíðar. Halda áfram að lesa
Myndir úr starfi Náttúrutorgs
Stofnað hefur verið myndasafn á Flickr til að halda utanum allar þær myndir sem við tökum í Menntabúðum og annarri starfsemi Náttúrutorgs.
Gjörið svo vel og skoðið:
SCIENTIX, raungreina- og tæknimenntun
Scientix er verkefni á vegum evrópska skólanetsins og er fjármagnað af sjöundu rammaáætlun Evrópubandalagsins á sviði rannsókna og þróunar.
Scientix verkefninu er ætlað að skapa samstarfsvettvang um raungreina- og tæknimenntun í Evrópu meðal kennara, vísindamanna og stefnumótandi aðila á sviði menntunar.