Samráðsfundur með náttúrufræðikennurum á Suðurlandi

Samráðsfundur náttúrufræði-/raungreinakennara í grunn- og framhaldsskólum á Suðurlandi var haldinn fimmtudaginn 20. febrúar sl. í Vallaskóla á Selfossi. Markmið fundarins var að skapa umræðu um kennslu í náttúrufræðigreinum, stuðla að samstarfi milli kennara á svæðinu og rjúfa faglega einangrun.

Berlega kom í ljós að mikil þörf er á að kennarar fái tækifæri á að hittast og ræða saman. Á fundinum var ákveðið að setja af stað menntabúðir í stíl við þær sem hafa verið á Reykjanes- og Reykjavíkursvæðinu (sjá http://menntabudir.natturutorg.is/).

Þátttaka á fundinum var góð, alls mættu 18 kennarar úr 13 grunn- og framhaldsskólum af Suðurlandi. Myndir af fundinum má sjá hér. Kennurum úr eftirfarandi skólum var boðið til fundarins:

 •     Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
 •     Bláskógaskóli
 •     Flóaskóli
 •     Flúðaskóli
 •     Grunnskóli Vestmannaeyja
 •     Grunnskólinn Hellu
 •     Grunnskólinn í Hveragerði
 •     Grunnskólinn í Þorlákshöfn
 •     Fjölbrautaskóli Suðurlands
 •     Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
 •     Hvolsskóli
 •     Kerhólsskóli
 •     Kirkjubæjarskóli
 •     Laugalandsskóli í Holtum
 •     Menntaskólinn að Laugarvatni
 •     Sunnulækjarskóli
 •     Vallaskóli
 •     Víkurskóli, Vík Mýrdal
 •     Þjórsárskóli

Skildu eftir svar