Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun sem fer fram dagana 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Skráning fer fram með því að smella hér.

 

Dagskrá

Dagskrá má nálgast hér (uppfært 19.3.2017)

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars. Halda áfram að lesa

Kall eftir efni á Málþing um náttúrufræðimenntun

Kallað er eftir efni á Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Lýsing á efni er send inn rafrænt hér: https://goo.gl/forms/KDcUGSdshxuikUW22

Halda áfram að lesa

Föstudagslesningin – sú fyrsta á nýju ári

HAPPY NEW YEAR 2011

Verkefnisstjórar NaNO og Náttúrutorgs óska þér gleðilegs árs!

Fyrsta FÖSTUDAGSLESNING ársins er skýrsla um verkefni GERT skólaárið 2015-2016 og við bendum ykkur á að lesa samantektina sem er aftast í skýrslunni en þar greina skólar frá því hvernig samstarfi við fyrirtæki og stofnanir var háttað og margir geta fengið góðar hugmyndir þaðan.

Við minnum á málþing um náttúrufræðimenntun sem haldið verður dagana 31. mars og 1. apríl 2017 og vonumst til að sjá ykkur sem flest þar.

Ef þú ert ekki búin/n að „líka við“ síðu Náttúrutorgs á Facebook þá hvetjum við þig til að gera það hér og einnig að skrá þig á póstlista Náttúrutorgs svo þú missir ekki af tilkynningum um málþing, menntabúðir, námskeið o.fl.

Föstudagslesningin

Ágæti kennari,

Hvaða efni tengt sjávarútvegi tekur þú fyrir með þínum nemendum og með hvaða hætti gerir þú það? Ert þú til í að deila með okkur gagnlegu efni sem þú hefur fundið á netinu? Endilega settu áhugaverðar og gagnlegar slóðir í „ummæli“.

Hér er tiltölulega nýr kennslu- og upplýsingavefur sem nefnist Trillan á síðu Íslenska sjávarklasans.

Óskað er eftir kennurum til að prófa og meta námsefni

Kennurum stendur til boða að prófa verkefnin í kennslu og skila mati á þeim til verkefnisstjóra NaNO – greitt er fyrir vinnuna.

Nokkur verkefni eru komin inn á vef NaNO en unnið er jöfnum höndum að því að koma fleiri verkefnum inn á vefinn.

Hafir þú áhuga á að prófa verkefni í kennslu sendir þú póst á Ester Ýr, esteryj@hi.is.

Athugaðu að þó verkefni séu skráð fyrir ákveðið skólastig er í flestum tilfellum auðvelt að aðlaga þau að öðrum skólastigum.

Listi yfir verkefni (PDF). Vinsamlega tilgreinið kóða þess verkefnis sem þið hafið áhuga á að fá sent til prófunar, t.d. JA1 o.s.frv. Kennarar geta óskað eftir fleiri en einu verkefni til prófunar.

Kveðja frá verkefnisstjórum NaNO

Hagnýt jarðfræði – sýnatökuferð með Snæbirni Guðmundssyni

Þann 13. okt. 2016 fór hópur kennara stuttan leiðangur í nágrenni höfuðborgarinnar að safna jarðfræðisýnum til að nota í kennslu. Hópinn leiddi Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur. Veður var ansi hressandi, hífandi rok og grenjandi rigning!

Í ferðinni var kennurum gert kleift að auðga jarðfræðisýnasafn sinna skóla og þar með stuðla að fjölbreyttari verkefnum í jarðfræðikennslu. Dæmi um sýni sem var aflað eru gjallmolar, þétt og fallegt bólstraberg, hraun og móberg, þetta allra einfaldasta en um leið það mikilvægasta hérna á Íslandi.


Ferðin var farin í kjölfar endurmenntunarnámskeiðs sem haldið var fyrir náttúrufræðikennara í grunnskólum Kópavogs og Mosfellsbæjar.

Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 31. mars – 1. apríl 2017. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, erindi, smiðjur og pallborð. Kallað verður eftir framlögum í byrjun janúar 2017.

Að þinginu standa:

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands,
Félag leikskólakennara,
Félag raungreinakennara,
GERT, grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni,
Háskólinn á Akureyri,
Samlíf, samtök líffræðikennara.

Frekari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO: esteryj@hi.is

Hvað er í fjörunni?

NaNO námskeið


Hvað er í fjörunni? með Kristínu Norðdahl
Farið verður með kennara í fjöru og skoðað það sem fyrir augu ber. Annars vegar verða lífverur skoðaðar frá líffræðilegu sjónarhorni og hins vegar hvernig unnt sé að nálgast fjöruferðir sem þessar á hagnýtan hátt í kennslu með nemendum.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á hagnýta þætti í kennslu og hagnýt vinnubrögð annars vegar og verklegar æfingar án flókinna tækja eða sérstakri tilraunastofu hins vegar.


Sunset in Reykjavik


Hver: Grunnskólakennarar sem koma að náttúrufræðikennslu.
Hvar: Við Ægisíðu við gömlu grásleppuskúrana. Í framhaldi í stofu K-102 í húsnæði MVS HÍ við Stakkahlíð.
Hvenær: Mánudaginn 19. september kl. 13:00-15:30.
Skráning: Skráning fer fram rafrænt hér. Athugið að skráning er bindandi.
Verð: Námskeiðið er kennurum að kostnaðarlausu.


Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr esteryj@hi.is.

Er sjávarútvegur gamaldags og illa lyktandi?

Sjávarklassinn vinnur að verkefni sem miðar að því að efla meðvitund og vekja áhuga á sjávarútvegi hjá nemendum í 10. bekk í grunnskóla.

Skólar geta haft samband við Sjávarklasann og óskað eftir kynningu en hún er skólum að kostnaðarlausu. Af vef Sjávarklasans:

Kynningin samanstendur af stuttu ágripi af sögu íslensks sjávarútvegs, sérstöðu Íslands, helstu fiskategundir og framleiðsluferlinu, en í því felst svo miklu meira en flestir gera sér grein fyrir. Sagt er frá þeim hátækniiðnaði sem sjávarútvegurinn er í dag og hinar ýmsu starfstéttir sem tengjast honum á mismunandi hátt. Einnig er bent á bæði beinar og óbeinar námsleiðir tengdar greininni og krökkunum sýnd taska sem er stútfull af hinum ýmsu aukaafurðum úr fiskinum sem fáir vita að eru framleiddar á Íslandi. Markmiðið er því að gera þeim grein fyrir hversu víðfeðm áhrif sjávarútvegurinn hefur á okkar samfélag og hversu flottur iðnaður hann er.

Sjá nánar um verkefnið hér.