Menntabúðir – spil og leikir

Eftir nokkurt hlé ætlum við að blása aftur til menntabúða náttúrufræðikennara.  Búðirnar verða þriðjudaginn 11. desember 15:00-17:00 í Smáraskóla.  Viðburðurinn ætti að henta öllum skólastigum.   Skráning hér

 

Að þessu sinni er þemað spil og leikir í náttúrufræðikennslu, þó getum við rætt hvað sem við viljum þegar við hittumst.  Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur og koma með spil og leiki bæði sem þið hafið þróað sjálf eða ýmis spil og leiki sem þið hafið notað náttúrufræðikennslu. Halda áfram að lesa

Færð þú mikilvægar tilkynningar?

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá tilkynningar um námskeið og aðra viðburði á vegum Náttúrutorgs og tengdum aðilum

* fylla þarf í þessa reiti



Snið tölvupósts


Menntabúðir NaNO – Námskeið um fugla

Verkefnisstjórar NaNO vekja athygli á námskeiði um FUGLA fyrir starfandi kennara og kennaranema, mánudaginn 23. apríl 2018 kl. 14:30-16:00


Menntabúðir NaNO verða í þetta sinn á formi námskeiðs um fugla.

Grandaskóli hefur verið þátttakandi í Erasmus+ verkefni sl. tvö ár ásamt skólum frá fimm öðrum Evrópulöndum. Verkefnið fékk nafnið Fuglar og markmiðið var að þróa þverfaglegt námsefni í náttúrufræði fyrir nemendur á miðstigi grunnskólans. Halda áfram að lesa

Menntabúðir NaNO – Vísindavaka

Náttúrufræðikennrarnir Margrét Hugadóttir og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir taka á móti okkur í Langholtsskóla og kynna námsefnið Vísindavöku. Námsefnið samanstendur af kennslumyndböndum, kennsluleiðbeiningum og tillögum að námsmati.

Markmið Vísindavöku eru að nemendur verði færir til að tjá sig um vísindalegt ferli og geti beitt orðinu „breyta“. Verkefnið er ætlað nemendum í 6.-10. bekk og getur verið endurtekið árlega. Halda áfram að lesa