Menntabúðir – spil og leikir

Eftir nokkurt hlé ætlum við að blása aftur til menntabúða náttúrufræðikennara.  Búðirnar verða þriðjudaginn 11. desember 15:00-17:00 í Smáraskóla.  Viðburðurinn ætti að henta öllum skólastigum.   Skráning hér

 

Að þessu sinni er þemað spil og leikir í náttúrufræðikennslu, þó getum við rætt hvað sem við viljum þegar við hittumst.  Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur og koma með spil og leiki bæði sem þið hafið þróað sjálf eða ýmis spil og leiki sem þið hafið notað náttúrufræðikennslu.

Við ætlum að spila og leika okkur og hafa gaman saman. Deila hugmyndum og þekkingu. Rík tækifæri til umræðu.

Við vonumst til að hitta sem flesta og að allir fari heim með eitthvað áhugavert til að brjóta upp kennsluna í annarlok.

Skráning hér