Menntabúðir NaNO – Námskeið um fugla

Verkefnisstjórar NaNO vekja athygli á námskeiði um FUGLA fyrir starfandi kennara og kennaranema, mánudaginn 23. apríl 2018 kl. 14:30-16:00


Menntabúðir NaNO verða í þetta sinn á formi námskeiðs um fugla.

Grandaskóli hefur verið þátttakandi í Erasmus+ verkefni sl. tvö ár ásamt skólum frá fimm öðrum Evrópulöndum. Verkefnið fékk nafnið Fuglar og markmiðið var að þróa þverfaglegt námsefni í náttúrufræði fyrir nemendur á miðstigi grunnskólans. Halda áfram að lesa

Menntabúðir NaNO – Vísindavaka

Náttúrufræðikennrarnir Margrét Hugadóttir og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir taka á móti okkur í Langholtsskóla og kynna námsefnið Vísindavöku. Námsefnið samanstendur af kennslumyndböndum, kennsluleiðbeiningum og tillögum að námsmati.

Markmið Vísindavöku eru að nemendur verði færir til að tjá sig um vísindalegt ferli og geti beitt orðinu „breyta“. Verkefnið er ætlað nemendum í 6.-10. bekk og getur verið endurtekið árlega. Halda áfram að lesa

Diplómunám í náttúrufræðimenntun

Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands verður á næstu misserum boðið upp á nýtt og spennandi nám fyrir starfandi grunnskólakennara. Um er að ræða diplómanám (15-30e) sem dreifist á 3 misseri og nýtist til meistaragráðu fyrir þá sem vilja. Áhersla er á samvinnu kennara í náminu og kennara  á sviðinu að því að efla nám nemenda í náttúrugreinum.

Við skipulag námsins var unnið út frá upplýsingum sem komu fram í svörum við spurningalista sem sendur var í fyrra til kennara sem kenna náttúrugreinar. Námið er útskýrt nánar í meðfylgjandi kynningarblaði.
Með bestu kveðjum og von um að sjá þig í haust
Kristín Norðdahl umsjónarmaður námsins

Grasagarður Reykjavíkur

Nemendur á námskeiðinu Kennslufræði lífvísinda við Menntavísindasvið HÍ heimsóttu Grasagarð Reykjavíkur og áttu ánægjulega og fróðlega stund. Björk Þorleifsdóttir fræðslufulltrúi tók á móti okkur og talaði um garðinn, starfsemina þar og sýndi okkur verkefni sem útbúin hafa verið og kennarar geta fengið lánuð í heimsóknum eða fengið leiðsögn fræðslufulltrúa. Garðurinn er stór og margt sem hægt er að skoða og notfæra sér til kennslu. Vefsíða  Grasagarðs Reykjavíkur gefur líka mikið af upplýsingum. Grasagarðurinn stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu fyrir almenning árið um kring og vert er að fylgjast með síðu þeirra á Facebook til að missa ekki af áhugaverðum viðburðum.

Tekið er á móti skóla-, vinnustaða- og félagahópum allan ársins hring eftir samkomulagi. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Hildi í síma 411-8650 virka daga kl. 9-15 eða á botgard@reykjavik.is

 

Myndir úr heimsókninni:

Heimsókn í Grasagarð Reykjavíkur

Rafmagn og seglar á hraðferð

Vel heppnaðar menntabúðir voru haldnar í dag þar sem Haukur Arason bauð uppá hraðferð í gegnum alveg urmul af verklegum æfingum tengdum rafmagni og seglum. Tuttugu kennarar mættu, lærðu, rifjuðu upp og deildu eigin reynslu.

Eins og oft áður bárust kaup á aðföngum í tal og þær uppástungur sem bárust voru um Miðbæjarradíó  sem selur ýmiskonar rafmagnsvörur og nýjustu meðmæli segja að gott sé að panta áhöld á Aliexpress.  Þessir tenglar eru líka komnir í safnið af söluaðilum búnaðar sem við höfum safnað saman.

Skoðaðar voru tilraunir og sem og dót sem hentar eldri og yngri nemendum, YouTube-myndbönd og sýndartilraunir á Phet, en mikið úrval er til af þeim um rafmagn og segulmagn.

Í lokin var kíkt á stafrænan mæli frá Pasco, sem A4 selur og er á vel viðráðanlegu verði, en hugbúnaður fyrir snjalltæki sem fylgir þeim er fríkeypis og nálagst má á vefsíðu þeirra, tengla yfir í Play Store og App Store.  Einnig var bent á sambærileg tæki frá Vernier, en ekki var vitað hver er umboðsaðili með því vörumerki.

Bestu þakkir kennarar fyrir komuna og Haukur fyrir þitt framlag.

Menntabúðir NaNO – Tilraunir með rafmagn og segulmagn

Haukur Arason, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands tekur á móti okkur í stofu K202 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Menntabúðirnar fjalla að þessu sinni um eðlisfræðitilraunir, verklegar athuganir um rafmagn og segulmagn fyrir nemendur á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi grunnskóla.

Halda áfram að lesa

Maker Spaces- málstofa

Í dag er málstofa þar sem fjallað verður um börn og notkun stafrænna miðla sjá nánar á http://menntavisindastofnun.hi.is/born_og_notkun_stafraenna_midla_heima_og_i_nyskopunarsmidjum_eda_gerverum_e_makerspaces

Sem þátttakandi í þessu verkefni hef ég verið að lesa um maker spaces sem ég ætla að sinni að kalla gerver. Ekki þarf að lesa lengi til að sjá miklar tengingar við raungreinar ýmiskonar.  Á BETT í janúar mátti t.d. sjá mikla kynningu frá Microsoft á gerverum og þeir tala um Hacking STEM, en gerver eru einnig kölluð Hacker spaces og STEM stendur fyrir Science, technology, engineering and math (náttúruvísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði).

Eitt af verkefnum sem nálgast má á vef Microsoft https://www.microsoft.com/en-us/education/education-workshop/january.aspx

Halda áfram að lesa

Vel heppnað málþing

Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið 31. mars og 1. apríl í Stakkahlíð.  Þingið sóttu vel yfir 100 manns, áhugafólk um náttúrfræðimenntun af öllum skólastigum.  Þessi þing eru mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp að hittast, ræða málin og læra hvert af öðru.  Við getum strax farið að hlakka til 2019 en þá er áætlunin að halda þingið á Akureyri.

Hér fyrir neðan má finna tíst, frá málþinginu.   og myndir á Flickr

/sp

Ekki gleyma að skrá þig!

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars. Skráning fer fram með því að smella hér.

Skráningargjaldið er 4.000 kr., í því felast allir viðburðir í dagskrá og kaffiveitingar. Greiðsluseðill verður sendur í netbanka. Skráning er bindandi.

Dagskrá

Efni málþings – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu.

Dagskrá málþings – Yfirlit dagskrár á pdf-formi (uppfært 29.3.2017).

Málþingsbæklingur – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu ásamt yfirliti dagskrár, á pdf-formi. Gott er að hlaða skjalinu niður í símann áður en málþingið hefst 😉

Sameiginlegum viðburður í Bratta verður streymt til þeirra sem eru úti á landi eða eiga ekki heimangengt. Öðrum viðburðum á málþinginu verður ekki streymt. Við vonum að þetta falli í góðan jarðveg en bendum á að það jafnast ekkert á við að mæta á staðinn!

Á föstudeginum getið þið fylgst með hér en á laugardeginum hér, ekki er um sömu slóðir að ræða.

Fyrir hverja er málþingið?

Halda áfram að lesa

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun sem fer fram dagana 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Skráning fer fram með því að smella hér.

 

Dagskrá

Dagskrá má nálgast hér (uppfært 19.3.2017)

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars. Halda áfram að lesa