Sorp í framtíðinni

[Til baka á aðalsíðu námskeiðsins]

Fyrsta viðfangsefni vetrarins ber yfirskriftina Sorp í framtíðinni.

Við hittumst í Sorpu, Gylfaflöt 5, gengið er inn á suðurhlið hússins. Við förum einnig yfir í móttökustöðina og sjáum aðstöðuna þar.

Áður en við hittumst er æskilegt að þið horfið á þennan fyrirlestur. Sækið skrána með því að velja „Download“ og svo „Direct download“ efst á skjánum hægra megin. EKKI dugar að horfa á þetta beint í vafranum þar sem einungis fyrstu 15 mín eru spilaðar þannig.

Erindið flutti Erla Hlín Helgadóttir, umhverfis- og fræðslufulltrúi Sorpu, á námskeiðinu Náttúruvísindi á 21. öld sem haldið var á vorönn 2014. Hún tekur á móti okkur í Sorpu þann 29. september kl. 15.

Deginum verður varpað í beinni hér: https://c.deic.dk/nano/

Dagskrá
Mánudagurinn 29. september, kl. 15:00 – 18:00
Staðsetning: Sorpa, Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík

15:00 – 15:45 Kynning á Sorpu og sorpi framtíðar. Varpað beint í gegnum AdobeConnect.
15:45 – 16:15 Móttökustöð Sorpu. Tekið upp og birt ða vef námskeiðsins síðar í vikunni.
16:15 – 18:00 Áframhaldandi kynnig og umræður. Varpað beint í gegnum AdobeConnect.
ATH að tímasetningar í dagskrá eru viðmið og geta tekið breytingum.

Skildu eftir svar