Viltu vinna á Náttúruminjasafni Íslands?

Hér að neðan má sjá auglýsingu eftir safnakennara í Náttúruminjasafn Íslands.  Hér er greinilega tækifæri til að móta starfið, hvernig og hvaða fræðslu hópar þar með taldir skólahópar, munu fá á safninu.

http://nmsi.hi.is/

Störf safnkennara við Náttúruminjasafn Íslands eru laus til umsóknar

Náttúruminjasafn Íslands vill ráða tvo safnkennara til að sjá um fræðslu og leiðsögn fyrir hópa á sýningu safnsins Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni í Öskjuhlíð og á fleiri sýningum.

Helstu verkefni:
• Skipulag og móttaka skólahópa, kennsla nemenda og fræðsla, einkum úr leik- og grunnskóla.
• Hópleiðsögn fyrir almenna safngesti eftir atvikum, innlenda sem erlenda.
• Þátttaka í gerð og þróun fræðsluefnis um sýningu safnsins og umsjón með fræðsluefni á vef safnsins.
• Þátttaka í undirbúningi og framkvæmd viðburða á vegum safnsins.
• Þátttaka í þjónustu við vatnabúr og vatnalífverur á sýningu safnsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Kennsluréttindi og/eða kennslureynsla.
• Góð kunnátta í íslensku og ensku, fleiri tungumál eru kostur.
• Góð ritfærni og tölvukunnátta.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
• Góð þekking á náttúru Íslands og reynsla af safnastarfi er æskileg.

Um er að ræða tvær heilar stöður og æskilegt að viðkomandi hefji störf 1. janúar 2019, eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember n.k.

Umsókn skal fylgja kynningarbréf með mynd og ferilskrá þar sem fram koma upplýsingar um menntun og fyrri störf umsækjanda. Umsókn sendist á netfangið nmsi@nmsi.is merkt „Safnkennari“.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands (hjm@nmsi.is, 577 1800).

Náttúruminjasafn Íslands er höfuðsafn og starfar samkvæmt lögum um Náttúruminjasafn nr. 35/2007 og Safnalögum nr. 141/2011. Hlutverk þess er að varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd, auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi.