Um torgið

Náttúrutorg er verkefni sem var sett af stað vorið 2011 Í Reykjanesbæ af Svövu Pétursdóttur með styrk frá Náttúruverndasjóð Pálma Jónssonar og Sprotasjóð. Markmið verkefnisins eru að:

  • auka samstarf milli náttúrufræðikennara
  • Að skapa gagnabanka náttúrufræðikennara
  • Að auka fagþekkingu kennara
  • Að auka kennslufræðilega þekkingu kennara og getu þeirra til að takast á við verklega kennslu, útikennslu, vettvangsferðir og að nýta upplýsingatækni í sinni kennslu
  • Að auka nýtingu upplýsingatækni í náttúrufræðikennslu

Menntavísindasvið Háskóla Íslands fjármagnaði verkefnstjórnun torgsins frá desember 2012 til desember 2015. Fleiri koma nú að starfsemi torgsins með einum eða öðrum hætti. sjá Verkefnastjórar 

Faghópur náttúrurtorgs var stofnaður í september 2013. Hann skipa:

  • Birgir Ásgeirsson, Menntavísindasviði HÍ
  • Fjalar Einarsson, Varmárskóla
  • Haukur Arason Menntavísindasvið HÍ
  • Hólmfríður Sigþórsdóttir, Flensborg
  • Svava Pétursdóttir, Menntavísindasviði HÍ
  • Þormóður Logi Björnsson, Akurskóla

Samstarfsaðilar Náttúrutorgs eru :

Menntamiðja

Tungumálatorg

Sérkennslutorg

Skildu eftir svar