Menntaspjall um náttúrufræðimenntun.

Sunnudagsmorguninn 25. janúar  kl. 11:00 var menntaspjall um náttúrufræðimenntun.  Þó nokkrir létu sjá sig á Twitter til að tjá sig um málefnið og tóku þátt í afskaplega fjörugu spjalli.

Menntaspjall á Twitter er eiginlega tvennt, annarsvegar umræðumerkið (myllumerki, hashtag) #menntaspjall sem skólafólk notar alla vikuna þegar það tjáir sig um skólamál á íslensku á Twitter. Hinsvegar er um skipulagða viðburði að ræða sem eiga sér stað annan hvern sunnudagsmorgun þar sem rætt er um tiltekin málefni. Skipuleggjendur eru þeir Ingvi Hrannar Ómarsson og Tryggvi Thayer, þeir fá svo gestatjórnanda til sín sem hefur innsýn í málefnið.

Þátttakendur í spjallinu

Stjórnendur að þessu sinni voru þau Ester Ýr Jónsdóttir og Birgir U. Ásgeirsson.

Spurt verður:
1. Hver ætti að vera tilgangur og markmið náttúrufræðimenntunar á Íslandi í dag?
2. Hvernig ætti að haga kennslu í nátttúrufræði og raungreinum til að mæta þeim markmiðum?
3. Hverjir eru styrkleikar náttúrufræði-/raunvísindakennslu núna?
4. Hverjar eru helstu áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í náttúrufræðikennslu?
5. Hvað getum við sem kennarar gert til að efla náttúrufræðimenntun?
6. Hvert er mikilvægi símenntunar náttúrufræði/raunvísinda-kennara og hvernig viljið þið að símenntun sé háttað?

Helstu framlög  má lesa í glugga hér að neðan í samantekt Ingva Hrannars: