Námsefni

Hér á þessari síðu verður safnað saman upplýsingum um hvar megi nálgast námsefni þá aðallega kennslubækur  til kennslu náttúrufræði í grunnskólum. Tengla á rafrænt efni eru í tenglasafni.

Menntamálastofnun er helsti útgefandi námsefnis. Á vefnum má finna, kennslubækur, kennsluleiðbeiningar, myndbönd og gagnvirkt efni.

Forsíða rafbókar um Bugðu

Sjávarútvegur á 21. öld- verðmæti úr hafinu.
Námsefni fyrir miðstig grunnskóla
Tilraunaútgáfa 2017

Ragnheiður Tinna Tómasdóttir

 

 

Rafbækur Ragnars Þórs Pétursonar. Á síðu hans eru nú 21 bók, þær eru birtar á ibooks formi og sumar eru einnig fáanlegar á pdf. Höfundur gefur leyfi til að nýta bækurnar til náms og kennslu án endurgjalds en leyfi þarf til að nýta það að hluta eða heild á öðru formi. Bækurnar eru skrifaðar í kringum ákveðið þema og gjarnan fléttað kringum sögur eða kafla úr sögu vísindanna. Þær eru ríkar af myndum og sumar innihalda glósur og verkefni.

 

 

Skólavefurinn býður upp á eitthvað af námsefni tengt náttúrufræði undir flipanum ýmist efni. Vefurinn krefst áskriftar. Í boði er:

– efni sem heitir Hvalir, sem inniheldur gagnvirkt efni.
Eðlisfræði efni þar sem fjallað er um eðlismassa, lotukerfi og hamskipti.
Fiskabókin mín fyrir yngstu nemendurna.
Litla blómabókin um að þekkja blóm og jurtir.

Saga úr Síldarfirði

Saga úr Síldarfirði, kennslubók á pdf formi og issuu. Segir síldarsögu Íslendinga, bókin er sögð ætluð 12 ára börnum.

 

 

 

 Vistheimt á gróðursnauðu landi  er hefti frá Landvernd þar er bæði lesmál og ítarleg lýsing á vistheimtarverkefni.  PDF og Issuu.

 

 

 

 

Vefurinn Náttúra Skagafjarðar er með mikið af lesefni, verkefnahugmyndum og umræðuvaka um land og náttúru sem geta átt við á öðrum stöðum en Skagafirði.

Allar ábendingar um viðbætur á þessa síðu er vel þegnar svavap(hja)hi.is

Skildu eftir svar