Margir kennarar búa til sínar eigin glærur/glósur og birta fyrir nemendur sína, efni sem liggur svona á neti er að sjálfsögðu öllum aðgengilegt og opið.
Kennarar eru missáttir við að nota glærur frá öðrum enda kennir hver með sínu nefi ef svo má segja, en fyrir nýja og óvana kennara getur verið ómetanlegt að fá einhvern grunn til að byggja. Oft fer óheyrilegur tími í svona vinnu en að nýta grunn frá öðrum sparar ef til vill einhvern tíma og fyrirhöfn en rétt er þá að geta hvaðan grunnurinn er fenginn.
Hér eru nokkrir tenglar á glæru/glósusöfn fyrir þá sem vilja slíkt. Ekkert mat er lagt á innihald né gæði, það verður hver að gera fyrir sig.
Kjartan Kristinsson Garðaskóla, vefur með glósum og krækjusafni
Helga Snæbjörnsdóttir Hlíðaskóla, Powerpoint glærur
Heiðarskóli Keflavík glærur unnar í Powerpoint en eru þarna á PDF formi
Vallaskóli Námsvefur í náttúrufræði
Norðlingaskóli, líka á blogger. Lesefni o.fl. ibooks og PDF.
Sigrún Þóra Skúladóttir Háteigsskóla, glósur, hugarkort og gátlistar.
Grunnskóli Borgarfjarðar, texti á vef og pptx skjöl.
Árbæjarskóli glósur úr nátttúrufræði
Njarðvíkurskóli glósur
Eðlisfræði Varmárskóla glósur, skýrslur, yfirferð og fleirra. Myndbönd, aðallega efnafræði
Látið vita af viðbótum á þennan lista eða ef þið viljið fjarlægja ykkar tengil. svavap@hi.is