Biophilia tenglasafn

Þeir tenglar sem finna má hér eru þeir sem kennarar og aðrir viðloðandi Biophilia menntaverkefnið deildu í sínum hóp veturinn 2015-2016

KENNSLUFRÆÐI
TÓNLIST
LÍFVÍSINDI
EÐLISVÍSINDI
EFNAFRÆÐI
JARÐVÍSINDI
EITT OG ANNAÐ
LISTAMENN

„Reikistörnurnar búa í harmoníu í sínu samfélagi í sólkerfinu eins og tónarnir í tónlistinni“ Martin Swift

„Rafstraumurinn fer ekki stystu leið heldur eftir krákustígum.“
(Ari Ólafsson um eldingu)

Vefsíðan: www.biophiliaeducational.org skoðið lært og kennt

Hvernig virka öppin í biophiliu? Myndband með kennslu á öppin

KENNSLUFRÆÐI og HUGMYNDIR

Hér eru hugmyndir úr hugstormun á haustnámskeiði Biophilia

Crystalline – Hópur 3 
Myndband – Official music video Bjarkar. Hvaða hugtök koma upp í hugann?
Láta nemendur setjast í hópa og ræða þessi hugtök. Leika sér með hugtökin í hópum.
Stöðvavinna: leikur, búa til kristalla, afla upplýsinga á bókasafni og á neti, í samvinnu við myndmenntakennara að teikna og hanna kristalla, tónmenntakennara að spila og leika kristalla sem hljóma – finna taktinn og skoða hvernig lög eru uppbyggð og leika sér með það. Lífsleikni – hvaða leiðir veljum við í lífinu, hvernig ákveðum við hvaða stefnu við viljum taka í lífinu, hvað fær mann til að velja eina leið frekar en aðra?

Virus – 
Leikþáttur – mannslíkami og vírus. Vírusinn bankar og dyr og líkaminn getur brjálast. Mannslíkaminn verður þreyttur og örmagna á ástandinu. En hitt er að líkaminn getur tekið vírusinn í sátt og lifað með honum. Lífsleikni: Hvernig tökum við við virusum? Er það samvinna eða samkeppni, oftast höfum við val.
Náttúrufræðin: vírusar og samlífi sveppa og flétta o.fl. Skoða upphafið á þróunartrénu, skoða vírusa, nota þættina Einu sinni var. Fyrir yngri börn: Nota tuskudúkkur og v
Spurningaleikur (kahút) og krakkarnir svara spurningum, bæði til að skoða forhugmyndir og hvað krakkarnir hafa lært.
Íslenska: Ljóðið, taka fyrir myndmálið. Vírusinn þarf á líkamanum að halda, byssur þurfa á byssupúðri að halda.
Tónlistin: Vals, mikið um að vera í nótunum en takturinn er hægur. Ólíkar hliðar tala vel saman. Láta krakkana búa til tónlist úr þessu. Laglínan er einföld, þægilegir tónar en samt er þetta skilgreint sem nútíma raftónlist. Við þekkjum t.d. Í síðasta skipti með Friðriki Dór. Út frá hverju ætlum við (nemendurnir) að ganga sem hópur? http://youtu.be/N_U4OfwFnM4

Hollow – 
Hvernig DNA nær langt aftur í fjölskyldusöguna. Hrynjandi og hraði. Af hverju verður DNA til eins og það er? Fibonachi talnarunan – sem verður að mandölum. Vísindamaður setti þetta inn í jöfnu og fékk þetta út. Mandalbrot – Speglun. Af hverju verður DNA til og skoðað út frá mandölum. Það er taktur og uppbygging í lífinu 4/4, 7/4. Sum tónlist er róandi, eru þá einhver brot í henni sem eru róandi. Önnur tónlist pumpar mann upp. Taktur er ekki bara fyrir fólk sem heyrir heldur er hann kóði sem okkur þykir þægilegur. Tónfræðilega sá ég – gaman að skoða taktbreytingar í þessu appi. Ormurinn í appinu. Þegar maður ýtir á ákveðna frumu færðu ákveðna takttegund og appið telur fyrir þig slögin. Hvernig gæti ég haft gaman af þessu?  Nýta sýndartilraunir frá Phet

Moon – vefur sem er spennandi: 
Tunglið tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja – hvað finnst þér tunglið vera? Nálgast appið og fa inspirasjón frá krökkunum. Hægt að fá margar hugmyndir með því að skoða litla prinsinn. Leika sjávarföllin, fara í tunglgöngu, fá tunglveiki, Stjörnufræðivefurinn, í myndlistinni er gaman að gera tunglmyndir og tengja yfir í leiklist og tónlist. Hugsa út frá því að á tunglinu getur maður ekki heyrt af því það eru ekki hljóðbylgjur. Auðvelt að tala um tilfinningar út frá spennu og slökun. Leikur – einn leikur um að jörðin er í miðjunni. Sitja með fætur saman og leika flóð og fjöru með höndunum.  Stjörnufræðivefurinn

Hópur 1. Eru einhver mörk á milli tónlistar og vísinda? Senda krakkana út í náttúruna og týna laufblöð og skapa tónlist út frá laufblaðinu? Umræða um heyrnarleysi og tónlist. Myndband sem gerir sýnir hvernig hljóðbylgjur eru gerðar sýnilegar.

Moonhópurinn. Hér er pínu hugarflugsþráður. Tunglið og sólmyrkvar almennt, sólmyrkvinn í vor, áhrif á dýralíf, öll ljóðin/lögin um tunglið, tunglveiki.
http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/tunglid
Myndband sem sýnir sjávarföllin

Mae Jemison að tala um þverfaglega kennslu og hugmyndir… hvaða gildi þær hafa fyrir framtíðina Frá TED.COM

TÓNLIST

Thunderbolt: Hér er youtube spilunarlisti með lögum og öðru tengdu Thunderbolt –brotnir hljómar/arpegíur.

Fúgur http://youtu.be/4WhPUqpaRp4. Og Miley Cýrus, og Nokia hringitónn.

Rythmi http://typedrummer.com/

http://patatap.com/  Hver stafur á lyklaborðinu hefur sína mynd og hljóð

LÍFVÍSINDI

Dansað í náttúrunni við líflega tónlist

Stærðir í lífríkinu http://learn.genetics.utah.edu/content/cells/scale/

Manneskjan skoðuð frá hinu stærsta til hins smæsta. Sjónrænt myndband https://www.facebook.com/Nassim.Haramein.official/videos/426051127586151/

Hjartað:
https://www.youtube.com/watch?v=27Ab2SaAZPQ
https://www.youtube.com/watch?v=TgZjYIPPe50

Hljóð taugaboðanna:
https://www.youtube.com/watch?v=3r5gubjMjOU

Bein:
https://www.youtube.com/watch?v=k3EUprslmyw

Bein/ innlögn:
https://www.youtube.com/watch…

Gasmyndun (prump):
https://www.youtube.com/watch?v=87yt8UYf984

Glóandi sjávarlífverur

Fuglahljóð í mynd: https://vimeo.com/73974583

Eltingaleikur, myndband sem sýnir hvítar blóðfrumur elta og innbyrða gerla.

Í tengslum við Hollow appið var verið að skoða DNA og þau bjuggu  til hologram varpa með þessum leiðibeiningum http://cafundo.tv/diyhologram/diyhologram_sheet_cafundo.pdf.

Tónlistin og DNA, mynband af youtube.

Hér er fjallað um Weaving DNA, sýningu á Þjóðminjasafninu þar sem DNA er ofið í textílverk. Þetta væri hægt að tengja við Hollow og pælingar um erfðafræði og eða vinna eitthvað sambærilegt í tengslum við sjálfsmynd hvers og eins.

„Töfrar frumunnar:
Hérna er prótein sem heitir kinesin (bleiki virðulegi burðarkallinn) að halda dauðhaldi í frymisblöðru og fikra sig eftir svokölluðum örpíplum (microtubuli). Þetta er flutningakerfi þar sem innihald frymisblöðrunar er flutt á áfangastað. Sem dæmi eru ýmis efni flutt eftir slíkum brautum eftir endilöngum taugum til að koma efnum út í taugaenda. Kinesín próteinið sem þarna labba eftir örpíplunni er knúið áfram af orkuríku sameindinni ATP. Þannig er ATP stöðugt brotið niður og „fætur“ próteinsins fá þannig orku!
Svona er að í gangi í ykkar frumum (og mínum líka) án þess að við veitum því minnstu athygli. Er ekki lífið dasamlegt?“ (Margrét Tryggvadóttir)

EÐLISVÍSINDI

Myndband sem sýnir hvernig hljóðgjafi myndar mynstur í salt.

Sound uncovered Mjög gott app til að skoða hljóð, ef ég man rétt er hægt í því að skoða hvaða tíðni við getum heyrt.

EFNAFRÆÐI

Uppskrift af kristöllum úr sykri og vatni, svo hægt að skoða í smásjá og snæða að lokum .

JARÐVÍSINDI

Super planet crash sem var notað með Solistice http://www.stefanom.org/spc/#

Orbital resonance brautar hermun https://en.m.wikipedia.org/wiki/Orbital_resonance

Grein af Sævars Helga á Stjörnufræðivefnum um þyngdarbylgjur.

Hvað eru þyngdarbylgjur? Svar frá vísindavefnum.

Frétt frá BBC um þyngdarbylgjur

Frétt af MBL um flautustef úr svartholum,tengt nýrri tækni til að nema þyngdarbylgjur.

Myndband frá Guardian um þyngdarbylgjur

Meira um þyngdarbylgjur, myndband frá I fucking love science

Myndband um m.a. stærðir í geimnum með mjög hressilegri tónlist 

EITT OG ANNAÐ

Menntun, sköpun og pönk Blogg frá Ármanni Halldórssyni

Ef til vill gætu einhverjir kennarar hér og nemendur þeirra hugsað sér að deila sköpunarverkum sínum með öðrum – þetta nettól gæti hentað til þeirra verka. https://www.creatubbles.com/

Bioart is a creative practice that adapts scientific methods and draws inspiration from the philosophical, societal, and environmental implications of recombinant genetics, molecular biology, and biotechnology. Some bioartists foster interdisciplinary relationships that blur distinctions between art and science. http://www.cell.com/trends/biotechnology/abstract/S0167-7799%2815%2900205-X

Myndskeið frá Karsten Steiner, kennara í Godby högstadieskola á Álandseyjum, sem tók þátt í Biophilia verkefninu þar. Þau eru búin að ljúka prógramminu í bili, verkefnin voru kynnt nýlega í menningarmiðstöð á Álandseyjum og á kennara“messu“ – sjá dæmi á þessari slóð:http://nipalive.ax/video/biophilia-ghs.

Frétt um að vísindamenn NASA hafi heyrt tónlist frá tunglinu af Huffington Post.

Stjórnandi þessarar síðu stendur fyrir Biophilia vinnustofum í Slóveníu og er með þessa síðu, slatti af efni á henni til að skoða .https://www.facebook.com/BiophiliavSloveniji

Shape of the universe, orange theory viðbrögð frá vísindamanni „Skemmtileg geómetrískt myndband, en þetta Resonance Project er því miður bara innantóm nýaldarfroða.“

Fleirri myndir í þessum dúr Þrívíð grind sem veltur

LISTAMENN

Lífshlaup og listaverk Hilmu af Klint voru innblásin af náttúrunni en einnig birtingarmynd stærðfræðiáhuga og andlegrar íhugunar. Hún var með fyrstu abstraktlistamönnum í Evrópu. Saga hennar er áhugaverð, en vegferð hennar, eins og margra kvenna í listgreinum á þeim tíma, var ekki opinber. En verkin tala sínu máli og til okkar í dag sem betur fer… Umfjöllun frá The Guardian

Þetta viðtal og skrif um tónlistarkonuna Holly Herndon fjallar m.a. um samskipti manns og tölvu og hvernig aðgreining í líkamlegt og vélrænt hjálpar lítt til að skynja þær nýju víddir sem tölvan býður upp á. Einnig er fjallað um tónlistarsköpun, hvernig hún vinnur með það tilfinningalega og líkamlega í henni.