Nám og kennsla í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:30 – 16:30.

Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur.
Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London http://www.ioe.ac.uk/staff/CPAT/GEMS_71.html

TAKIÐ DAGINN FRÁ!

Dagskrá auglýst síðar

Að málþinginu standa:

Félag leikskólakennara http://fl.ki.is/
Félagi náttúrufræðikennara í grunnskólum http://www.fng.is/

Menntabúðir um verklega kennslu

Núna í vor hafa náttúrufræðikennarar rætt í Facebookhóp sínum að þörf sé á að hittast og skiptast á þekkingu og hugmyndum um verklega kennslu. Í framhaldi af því hafa verið skipulagðar svokallaðar menntabúðir sem byggjast á framlagi og þátttöku þeirra sem mæta.
Þrjár búðir eru áætlaðar í mars, apríl og maí, um verklega kennslu í eðlis og efnafræði og líffæðina úti.
Allar nánari upplýsingar má finna hér

Frá vinnustofu um einfaldar æfingar í efnafræði nóvember 2011

GERT: Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni

Starfshópur á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins standa fyrir verkefninu GERT: Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni.  Á menntadegi iðnaðarins þann 25. janúar var kynnt bakgrunnsskýrsla og aðgerðaráætlun verkefnisins.
Efni skýrslunnar byggir á fyrri rannsóknum: úr PISA könnunum, TALIS rannsókn, Vilja og veruleika ofl.

Í aðgerðaráætluninni eru sett fram fjögur lykilmarkmið:

  • samráð og ákvarðanartaka á grundvelli rannsókna og gagna
  • aukinn áhugi og þekking nemenda á möguleikum raunvísinda og tækni
  • aukin hæfni kennara og bættir starfsþróunar- og símenntunarmöguleikar í raunvísindum og tækni
  • fjölbreyttir kennsluhættir og tengsl við atvinnulíf

Markmið þessi eru í miklu samræmi við markmið Náttúrutorgs. Kennarar eru hvattir til að kynna sér verkefnið og koma hugmyndum, tillögum eða  athugasemdum um framgang þess til nýráðins verkefnastjóra verkefnisins Brynju Dís Björnsdóttur (brynjadisb(hja)gmail.com) eða til Svövu Pétursdóttur (svavap(hja)hi.is) sem sitja mun í samstarfsvettvangi um verkefnið.

Námskeið fyrir kennara: Samfélagsmiðlar, álitamál og þátttaka í lýðræði

Samfélagsmiðlar, álitamál og þátttaka í lýðræði

 Stutt lýsing á námskeiðinu

Samskipti fara fram í síauknum mæli á samfélagsmiðlum af ýmsu tagi (t.d. Facebook, Twitter, spjallþráðum fjölmiðla). Það að mynda sér skoðanir á málefnum líðandi stundar og tjá sig um þau á opinberum vettvangi má telja einn þátt í lýðræðisþáttöku.

Á námskeiðinu Samfélagsmiðlar, álitamál og þátttaka í lýðræði verður m.a. fjallað um hvað þátttaka í lýðræði feli í sér í nútíma samfélagi. Kynnt verður fjölbreytt úrval samfélagsmiðla, kostir þeirra og gallar. Skoðað verður hvernig kennarar geta nýtt samfélagsmiðla með nemendum sínum til að safna saman upplýsingum og rökrætt á skipulegan hátt um ýmis álitamál. Það álitamál sem kennarar glíma við á námsskeiðinu er hvernig megi nýta samfélagsmiðla til að fjalla um álitamál svo vel fari í skóla, hverjir gætu verið kostir og gallar við slíka kennsluhætti. Einnig veltum við fyrir okkur í hverju undirbúningur kennarans þarf að felast og hvernig þannig kennsla er best framkvæmd.

Hvar – hvernig

Þátttakendur munu hittast fjórum sinnum, tvo klukkutíma í senn í skólum á höfuðborgarsvæðinu. (23., 30. janúar og 13., 20. febrúar kl. 16:00-18:00). Ætlast er til virkrar þátttöku á samfélagsmiðlum þess á milli. Einnig er þess vænst að kennarar prófi vinnubrögðin með nemendum sínum og íhugi hvernig það gekk að nýta samfélagsmiðla með hópnum.. Kennarar munu sjálfir velja sér viðfangsefni sem fellur að því námsefni sem þeir eru að kenna.

Námskeiðið er hluti af starfsemi Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins og umsjón hefur Dr. Svava Pétursdóttir, verkefnastjóri Náttúrutorgs.

 Hverjir

Námskeiðið er miðað við þá sem kenna náttúrufræði og samfélagsfræði í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum.

 Kostnaður

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 Skráning:

Skráning HÉR.