Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum – Skráning og dagskrá

Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum verður haldin á Selfossi dagana 14.-15. apríl.
Við byrjum á föstudeginum í Fjölbrautaskóla Suðurlands og höldum svo áfram í glænýjum Stekkjaskóla á laugardagsmorgninum. Þrír aðalfyrirlesarar munu flytja erindi og svo verða styttri samhliða erindi og vinnustofur. Enn er rými fyrir fleiri erindi.

Jafnframt verður ráðstefnunni streymt til skráðra þátttakenda.

Dagskrána má nálgast hér.

Skráning á ráðstefnuna er hér

Þátttökugjald er 5000 kr. og greiðist inná reikning Félags raungreinakennara  reikningsnr. 0536-04-760711 kt. 620683-0279.

Enn er rými fyrir erindi, vinnustofur eða bása.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll og ræða menntun í náttúruvísindum í þaula.

kveðja undirbúningsnefndin

Mynd af vef Stekkjaskóla