Námskeið í náttúrufræðimenntun og stök einingabær námskeið – Haustönn 2018

Mynd: Max Pixel

Næsta skólaár verða í boði tvö námskeið sem eru hluti af viðbótardiplómu í Náttúrufræðimenntun fyrir starfandi grunnskólakennara sem stefnt er að því að bjóða upp á í framhaldinu. Þetta eru námskeiðin Útikennsla og staðtengt nám og Verkleg viðfangsefni í eðlis- og efnafræði. Halda áfram að lesa

Færð þú mikilvægar tilkynningar?

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá tilkynningar um námskeið og aðra viðburði á vegum Náttúrutorgs og tengdum aðilum

* fylla þarf í þessa reiti



Snið tölvupósts


Menntabúðir NaNO – Námskeið um fugla

Verkefnisstjórar NaNO vekja athygli á námskeiði um FUGLA fyrir starfandi kennara og kennaranema, mánudaginn 23. apríl 2018 kl. 14:30-16:00


Menntabúðir NaNO verða í þetta sinn á formi námskeiðs um fugla.

Grandaskóli hefur verið þátttakandi í Erasmus+ verkefni sl. tvö ár ásamt skólum frá fimm öðrum Evrópulöndum. Verkefnið fékk nafnið Fuglar og markmiðið var að þróa þverfaglegt námsefni í náttúrufræði fyrir nemendur á miðstigi grunnskólans. Halda áfram að lesa