Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 31. mars – 1. apríl 2017. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, erindi, smiðjur og pallborð. Kallað verður eftir framlögum í byrjun janúar 2017.

Að þinginu standa:

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands,
Félag leikskólakennara,
Félag raungreinakennara,
GERT, grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni,
Háskólinn á Akureyri,
Samlíf, samtök líffræðikennara.

Frekari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO: esteryj@hi.is