Menntabúðir og afrakstur þeirra

Náttúrutorg hefur staðið fyrir menntabúðum í vetur og nær dagskráin fram á vor.  Okkur finnst stórmerkilegt hvað hægt er að gera góða og skemmtilega hluti með lítilli fyrirhöfn.  Allir kennarar sem beðnir hafa verið að hýsa búðirnar hafa sagt já undireins svo auglýsum við eftir framlögum og alltaf hafa komið nóg framlög til að fylla tímann og rúmlega það.
Til að skrásetja viðburðinn og safna upplýsingum sem komið gætu öðrum að gagni er alltaf skráðar niður það helsta sem kemur fram og teknar myndir. Slíkt segir ekki alla söguna en alltaf má hafa samband til að fá frekari upplýsingar og ná í þá sem þekkinguna hafa.  Við vonumst líka til að þessi umfjöllun kveiki í fleirum að mæta í næstu búðir. Umfjöllun um fyrri menntabúðir má finna efst á síðu mennabúða undir tenglinum liðnar menntabúðir. 

Menntabúðir um verklega kennslu

Núna í vor hafa náttúrufræðikennarar rætt í Facebookhóp sínum að þörf sé á að hittast og skiptast á þekkingu og hugmyndum um verklega kennslu. Í framhaldi af því hafa verið skipulagðar svokallaðar menntabúðir sem byggjast á framlagi og þátttöku þeirra sem mæta.
Þrjár búðir eru áætlaðar í mars, apríl og maí, um verklega kennslu í eðlis og efnafræði og líffæðina úti.
Allar nánari upplýsingar má finna hér

Frá vinnustofu um einfaldar æfingar í efnafræði nóvember 2011