Óskað er eftir kennurum til að prófa og meta námsefni

Kennurum stendur til boða að prófa verkefnin í kennslu og skila mati á þeim til verkefnisstjóra NaNO – greitt er fyrir vinnuna.

Nokkur verkefni eru komin inn á vef NaNO en unnið er jöfnum höndum að því að koma fleiri verkefnum inn á vefinn.

Hafir þú áhuga á að prófa verkefni í kennslu sendir þú póst á Ester Ýr, esteryj@hi.is.

Athugaðu að þó verkefni séu skráð fyrir ákveðið skólastig er í flestum tilfellum auðvelt að aðlaga þau að öðrum skólastigum.

Listi yfir verkefni (PDF). Vinsamlega tilgreinið kóða þess verkefnis sem þið hafið áhuga á að fá sent til prófunar, t.d. JA1 o.s.frv. Kennarar geta óskað eftir fleiri en einu verkefni til prófunar.

Kveðja frá verkefnisstjórum NaNO