Skráning hafin á málþing um náttúrufræðimenntun

Skráning er nú hafin á málþing um náttúrufræðimenntun sem haldið verður í Verzlunarskóla Íslands 17.- 18. apríl 2015.Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu flestir sem kenna náttúrufræði og raungreinar á öllu skólastigum að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreytt erindi bæði frá kennurum og rannsakendum verða flutt. Eftir setningu þingsins verða framsöguerindi frá háskólafólki og forsvarsmönnum iðnaðarins. Áhugavert verður að heyra síðan viðhorf þeirra sem stunda vísindamiðlun fyrir almenning. Á laugardaginn verður boðið upp á fleiri erindi, fjölbreyttar smiðjur og pallborð þar sem frummælendur velta fyrir sér framtíð náttúrufræðimenntunar.

Heimasíða málþingins er hér.

Frá málþingi 2013, „Eðlis og stjörnufræði í leikskóla.“

Málþingið er haldið í samstarfi RAUN, Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun og NaNO bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands einnig Samlíf-Félag líffræðikennara og Félag leikskólakennara.