Maker Spaces- málstofa

Í dag er málstofa þar sem fjallað verður um börn og notkun stafrænna miðla sjá nánar á http://menntavisindastofnun.hi.is/born_og_notkun_stafraenna_midla_heima_og_i_nyskopunarsmidjum_eda_gerverum_e_makerspaces

Sem þátttakandi í þessu verkefni hef ég verið að lesa um maker spaces sem ég ætla að sinni að kalla gerver. Ekki þarf að lesa lengi til að sjá miklar tengingar við raungreinar ýmiskonar.  Á BETT í janúar mátti t.d. sjá mikla kynningu frá Microsoft á gerverum og þeir tala um Hacking STEM, en gerver eru einnig kölluð Hacker spaces og STEM stendur fyrir Science, technology, engineering and math (náttúruvísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði).

Eitt af verkefnum sem nálgast má á vef Microsoft https://www.microsoft.com/en-us/education/education-workshop/january.aspx

Continue reading

Útikennsluapp

Nú þegar haustar og skólar byrja aftur má minna á verkfæri og verkefni sem nýst geta á fögrum hautdögum til útiveru. Í vor var opnuð vefsíðan Útikennsluapp frá Náttúruskóla Reykjavíkur. Á vefnum segja aðstandendur: „Gönguleiðirnar sex og verkefnin í útikennsluappinu byggja á handbókinni Ævintýri á gönguför sem Bragi Bergsson vann fyrir Skóla- og frístundasvið árið 2011. Verkefnisstjórar handbókarinnar voru Fríða Bjarney Jónsdóttir og Kolbrún Vigfúsdóttir, báðar á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.“


Continue reading

Verklegar æfingar með tölvutengdum mælitækjum

Hér er gluggað í B.Ed. ritgerð Kristín Brynhildur Davíðsdóttir skrifar 2006 um stafræn mælitæki. Ritgerðin heitir „Tölvur í eðlisvísindum: Verklegar æfingar með tölvutengdum mælitækjum fyrir nemendur á unglingastigi.“ Háskólinn á Akureyri Kennaradeild, Lokaritgerð B.Ed. http://skemman.is/handle/1946/334

Stór hluti af ritgerðinni (byrjar bls. 19) eru leiðbeiningar fyrir kennara og nemendur , 12 verklegar æfingar með kennsluleiðbeiningum með ítarupplýsingum um námsefnið sem tengist mælitækinu og verkefnablöðum fyrir nemendur.

 

Continue reading