Hagnýt jarðfræði – sýnatökuferð með Snæbirni Guðmundssyni

Þann 13. okt. 2016 fór hópur kennara stuttan leiðangur í nágrenni höfuðborgarinnar að safna jarðfræðisýnum til að nota í kennslu. Hópinn leiddi Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur. Veður var ansi hressandi, hífandi rok og grenjandi rigning!

Í ferðinni var kennurum gert kleift að auðga jarðfræðisýnasafn sinna skóla og þar með stuðla að fjölbreyttari verkefnum í jarðfræðikennslu. Dæmi um sýni sem var aflað eru gjallmolar, þétt og fallegt bólstraberg, hraun og móberg, þetta allra einfaldasta en um leið það mikilvægasta hérna á Íslandi.


Ferðin var farin í kjölfar endurmenntunarnámskeiðs sem haldið var fyrir náttúrufræðikennara í grunnskólum Kópavogs og Mosfellsbæjar.