Starfsemi

Náttúrutorgið er vettvangur fyrir kennara sem koma að náttúruvísindamenntun til að tengjast og læra hver af öðrum. Á samfélagsmiðlunum Facebook er nokkuð virkur hóp náttúrufræðikennara og öðru hvoru er hóað í menntabúðir. Af og til hafa verið starfandi verkefnastjórar á Menntavísindasviði sem hafa náð að standa fyrir ýmsum frekari viðburðum.

Hér má sjá myndir úr starfi Náttúrutorgs og NaNO árin 2013-18.

Símenntun og samstarf

Náttúrutorg stóð fyrir vinnustofum og menntabúðum fyrir kennara. Á þessum samkomum hittust kennarar og fengu stundum utanaðkomandi fræðslu en annars miðlað þekkingu og reynslu sín á milli og unnu að eigin starfsþróun í samfélagi við aðra kennara.

Námskeið

Náttúrutorg skipulagði eftirfarandi námskeið:

Ýmis tilraunaverkefni

Sjálfbærni var verkefni sem Margrét Júlía Rafnsdóttir og Hafdís Ragnarsdóttir unnu að til að efla náttúrufræði í skólastarfi með áherslu á sjálfbærni, sinna samvinnu við háskóla og gerð námsefnis.

NaNo var verkefni sem snéri að eflingu raungreina í grunn- og framhaldsskólum. Í verkefninu var sérstaklega litið til framtíðar á tækni og vísindi 21. aldar.

Vendikennsla miðaði að því að styðja kennara við að taka upp vendikennslu.

Myndskeið var verkefni þar sem áætlunin var að útbúa myndskeið sem útskýra eða kenna valin hugtök í náttúrufræði.

Kennsluráðgjöf

Náttúrutorg bauð upp á kennsluráðgjöf í samráði við samstarfaðlina. Ráðgjöfin var sérsniðin að þeim sem hana þáðu og gat verið m.a. í formi áhorfs, viðtala, ábendinga á kennsluefni og aðferða.