Kallað er eftir efni á Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Lýsing á efni er send inn rafrænt hér: https://goo.gl/forms/KDcUGSdshxuikUW22
Greinasafn fyrir flokkinn: menntamidja
Mega Menntabúðir
Nú er blásið til MEGA menntabúða með mörgum samstarfsaðilum. Búðirnar verða miðvikudaginn 28. september kl. 16:15 -1 8:15 til að spjalla, segja frá og kynnast nýju fólki. Tilvalið er fyrir náttúrufræðikennara að segja frá samþættum verkefnum, þema- verkefnum, heimildavinnu, nánast hverju sem er sem þið haldið að gagnist öðrum, sérlega ef þau tengjast upplýsingatækni.
Látið endilega sjá ykkur, náttúrufræðikennarar svo og allir kennarar á öllum skólastigum. Sjá auglýsingu og skráningu hér fyrir neðan.
Nýársferð kennara á vísindaveislu
NaNO við Menntavísindasvið HÍ hvetur til hópferðar kennara á árlega ráðstefnu Association for Science Education (ASE) 6.–9. janúar 2016 í Birmingham í Bretlandi. Ráðstefnan er fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara með fjölbreytt efni sem nýtist í kennslu.
Hvenær: 6.–9. janúar 2016. Mögulega farið utan degi fyrr og komið heim degi síðar. Halda áfram að lesa
Myndir frá málþingi 2015
Hér má sjá myndir frá málþingi um náttúrufræðimenntun sem haldið var 17.-18. apríl 2015.
Myndir frá málþingi 2015
Hér má sjá myndir frá málþingi um náttúrufræðimenntun sem haldið var 17.-18. apríl 2015.
403
Ég hef haft það fyrir sið að setja inn skemmtilega mynd sem sýnir nýja hundraðið þegar fjöldi meðlima í Facebookhópnum Náttúrufræðikennarar hefur farið yfir nýtt hundrað.
Er þessi ekki viðeigandi núna 🙂
Halda áfram að lesa
Að loknu málþingi
Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið 17. – 18. apríl 2015. Slík málþing hafa verið haldin að minnsta kosti þrisvar áður. Að þessu sinni var það haldið að frumkvæði Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) í góðu samstarfi við Samlíf- Samtök líffræðikennara og Félag leikskólakennara. Birgir U. Ásgeirsson fór fyrir undirbúningshópnum og á stóran hlut í framkvæmd málþingsins. Undirbúningshópurinn er afskaplega ánægður með hvernig til tókst. Þátttakan var góð, yfir 120 kennarar af öllum skólastigum, námsefnishöfundar og gestir frá ýmsum stofnunum sem tengjast náttúruvísindum sóttu þingið. Erindi voru fjölbreytt, inngangserindi áhugaverð og dagskrárliður um vísindamiðlun fyrir börn og almenning sérlega ánægjulegur.
Við kunnum Verzlunarskólanum bestu þakkir fyrir móttökurnar, Kennarasambandi Íslands og Menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir stuðninginn, Samtökum áhugafólks um skólarþóun fyrir aðstoðina og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu sem lögðu fram krafta sína að segja frá verkefnum, hugmyndum og rannsóknum.
Skráning hafin á málþing um náttúrufræðimenntun
Skráning er nú hafin á málþing um náttúrufræðimenntun sem haldið verður í Verzlunarskóla Íslands 17.- 18. apríl 2015.Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu flestir sem kenna náttúrufræði og raungreinar á öllu skólastigum að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreytt erindi bæði frá kennurum og rannsakendum verða flutt. Eftir setningu þingsins verða framsöguerindi frá háskólafólki og forsvarsmönnum iðnaðarins. Áhugavert verður að heyra síðan viðhorf þeirra sem stunda vísindamiðlun fyrir almenning. Á laugardaginn verður boðið upp á fleiri erindi, fjölbreyttar smiðjur og pallborð þar sem frummælendur velta fyrir sér framtíð náttúrufræðimenntunar.
Málþingið er haldið í samstarfi RAUN, Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun og NaNO bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands einnig Samlíf-Félag líffræðikennara og Félag leikskólakennara.
Sjávarútvegsskóli Fjarðarbyggðar
Eitt af því sem við höfum áhuga á er hvernig atvinnulíf getur stutt við náttúrufræðimenntun og öfugt. Ein hliðin á því er að nemendur viti hvernig störf geta beðið þeirra ef þau leggja fyrir sig nám tengt vísindum og tækni. Það er líka nauðsynlegt að nemendur þekki þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar og á vegum Síldarvinnslunar hefur verið sett af stað afskaplega spennandi verkefni Sjávarútvegskóli Fjarðarbyggjar sem var útnefnt Menntasproti atvinnulífsins árið 2015.
Sjá má myndir af áhugasömum nemendum á Facebooksíðu Sjávarútvegsskólans og greinilegt að fræðslan er víðtæk, nemendur fara um borð í togara, kynnast netagerð, fiskvinnsluni og eflaust fleirri hliðum.
Menntabúðir
Menntabúðir haustsins eru farnar af stað. Fylgist endilega með dagskránni hér og takið þátt. Þær eru alltaf haldnar úti í skólum og er það oft skemmtileg viðbót að sjá aðstæður til náttúrufræði og raungreinakennslu. Hér er mynd úr menntabúðum í september í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem aðstaða til verklegrar eðlisfræði er til fyrirmyndar.