Kallað er eftir efni á Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Lýsing á efni er send inn rafrænt hér: https://goo.gl/forms/KDcUGSdshxuikUW22
Greinasafn fyrir flokkinn: Auglýsingar
Mega Menntabúðir
Nú er blásið til MEGA menntabúða með mörgum samstarfsaðilum. Búðirnar verða miðvikudaginn 28. september kl. 16:15 -1 8:15 til að spjalla, segja frá og kynnast nýju fólki. Tilvalið er fyrir náttúrufræðikennara að segja frá samþættum verkefnum, þema- verkefnum, heimildavinnu, nánast hverju sem er sem þið haldið að gagnist öðrum, sérlega ef þau tengjast upplýsingatækni.
Látið endilega sjá ykkur, náttúrufræðikennarar svo og allir kennarar á öllum skólastigum. Sjá auglýsingu og skráningu hér fyrir neðan.
Hvað er í fjörunni?
NaNO námskeið
Hvað er í fjörunni? með Kristínu Norðdahl
Farið verður með kennara í fjöru og skoðað það sem fyrir augu ber. Annars vegar verða lífverur skoðaðar frá líffræðilegu sjónarhorni og hins vegar hvernig unnt sé að nálgast fjöruferðir sem þessar á hagnýtan hátt í kennslu með nemendum.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á hagnýta þætti í kennslu og hagnýt vinnubrögð annars vegar og verklegar æfingar án flókinna tækja eða sérstakri tilraunastofu hins vegar.
Hver: Grunnskólakennarar sem koma að náttúrufræðikennslu.
Hvar: Við Ægisíðu við gömlu grásleppuskúrana. Í framhaldi í stofu K-102 í húsnæði MVS HÍ við Stakkahlíð.
Hvenær: Mánudaginn 19. september kl. 13:00-15:30.
Skráning: Skráning fer fram rafrænt hér. Athugið að skráning er bindandi.
Verð: Námskeiðið er kennurum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr esteryj@hi.is.
Námskeið fyrir kennara
Vakin er athygli á námskeiði sem kallast Jarðvegur, landlæsi, vistheimt og sjálfbærni í skólastarfi.
Náttúrufræðikennarar heimsækja fyrirtæki og stofnanir.
Ein af áskorununum í náttúrufræðikennslu er að gera viðfangsefnin raunveruleg og þar með áhugaverð fyrir nemendur. Við könnumst öll við stunur frá nemendum sem segja ,,til hvers þarf ég að læra þetta, það notar þetta enginn!“. Á námskeiðinu ,,Náttúruvísindi á 21 öld“ voru kennarar sammála um það að auðveldara væri að ræða við nemendur um mismundi störf og starfsemi tengd vísindum eftir að hafa sjálfir heimsótt slíka staði auk þess sem þeir treystu sér betur til að heimsækja slíka staði með nemendum.
13. okt sl. fór hópur kennara í heimsókn í DeCode og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins. Við spurðum sérlega um menntun og bakgrunn starfsfólksins. Það er skemmst frá því að segja að þar starfar mjög fjölbreyttur hópur, m.a. líffræðingar, vélaverkfræðingar, vélvirkjar, lífefnafræðingar, líftæknifræðingar, stærðfræðingar, tölfræðingar og ráðin sem þau vildu að væri skilað til nemenda væri að ef þau vilja starfa við rannsóknir í erfðafræði væri mikilvægast að taka alla þá stærðfræði sem þau gætu.
Næst heimsókn verður í Össur, 29. október nánari upplýsingar og skráning hér.
Nýársferð kennara á vísindaveislu
NaNO við Menntavísindasvið HÍ hvetur til hópferðar kennara á árlega ráðstefnu Association for Science Education (ASE) 6.–9. janúar 2016 í Birmingham í Bretlandi. Ráðstefnan er fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara með fjölbreytt efni sem nýtist í kennslu.
Hvenær: 6.–9. janúar 2016. Mögulega farið utan degi fyrr og komið heim degi síðar. Halda áfram að lesa
403
Ég hef haft það fyrir sið að setja inn skemmtilega mynd sem sýnir nýja hundraðið þegar fjöldi meðlima í Facebookhópnum Náttúrufræðikennarar hefur farið yfir nýtt hundrað.
Er þessi ekki viðeigandi núna 🙂
Halda áfram að lesa
Skráning hafin á málþing um náttúrufræðimenntun
Skráning er nú hafin á málþing um náttúrufræðimenntun sem haldið verður í Verzlunarskóla Íslands 17.- 18. apríl 2015.Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu flestir sem kenna náttúrufræði og raungreinar á öllu skólastigum að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreytt erindi bæði frá kennurum og rannsakendum verða flutt. Eftir setningu þingsins verða framsöguerindi frá háskólafólki og forsvarsmönnum iðnaðarins. Áhugavert verður að heyra síðan viðhorf þeirra sem stunda vísindamiðlun fyrir almenning. Á laugardaginn verður boðið upp á fleiri erindi, fjölbreyttar smiðjur og pallborð þar sem frummælendur velta fyrir sér framtíð náttúrufræðimenntunar.
Málþingið er haldið í samstarfi RAUN, Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun og NaNO bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands einnig Samlíf-Félag líffræðikennara og Félag leikskólakennara.
Hvað segja rannsóknir um náttúrufræðimenntun? – námskeið á vorönn 2015
Námskeiðið Hvað segja rannsóknir um náttúrufræðimenntun er eitt af þeim sem boðið er uppá núna í vor við Menntavísindasvið, bæði er hægt að taka námskeiðið með og án eininga.
Fjallað verður um rannsóknir á náttúrufræðimenntun, bæði erlendis og hér á landi er varða náttúrufræðinám, kennslu og skólastarf.
Námskeið: Ný vísindi með sjálfbærni að leiðarljósi
NaNO – ný vísindi með sjálfbærni að leiðarljósi
Markmið þessa námskeiðs er að styðja við kennara og styrkja þá í þverfaglegum vinnubrögðum og umfjöllun um viðfangsefni sem eiga það sameiginlegt að flokkast undir náttúruvísindi, sjálfbærni og tækni 21. aldar. Þau eru í eðli sínu þvert á greinar, bóklegar og verklegar. Mörg viðfangsefnanna teygja sig einnig yfir í samfélagsgreinar og samspil vísinda, tækni, náttúru og samfélags. Áhersla verður á grunnþætti menntunar, sérstaklega læsi og sjálfbærni í tengslum við loftslagsbreytingar, áhrif þeirra á náttúru, lífríki og efnahag.
Dæmi um viðfangsefni: nanótækni, líftækni, hafið, loftslagsverkfræði, vistheimt, sorp í framtíðinni, orkuvinnsla framtíðar, sýndartilraunir, læsi, náttúrulæsi og upplýsingatækni. Þátttakendur velja í sameiningu viðfangsefni vetrarins.
Afurðir: Á námskeiðinu verður ýmist unnið að námsefni þannig að það nýtist ólíkum námsgreinum og stuðli að samþættingu þeirra eða verkefnum sem tengjast vinnu við gerð nýrra skólanámskráa.
Markhópur: Kennarar á mið- og unglingastigi grunnskóla, aðrir kennarar og skólastjórnendur velkomnir.
Tímabil og staðsetning: Námskeiðið hefst 12. september. Staðlotur fara fram einu sinni í mánuði (að desember undanskildum) frá september 2014 – apríl 2015 á mismunandi vikudögum í seinni part dags. Dagsetningar verða ákveðnar í samráði við þátttakendur.
Kennt verður ýmist í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu eða fyrirtækjum og stofnunum.
Á milli staðlota gefast tækifæri til að eiga samskipti á netmiðlum, möguleiki er að sækja námskeiðið í fjarnámi.