Færð þú mikilvægar tilkynningar?

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá tilkynningar um námskeið og aðra viðburði á vegum Náttúrutorgs og tengdum aðilum

* fylla þarf í þessa reiti



Snið tölvupósts


Menntabúðir NaNO – Námskeið um fugla

Verkefnisstjórar NaNO vekja athygli á námskeiði um FUGLA fyrir starfandi kennara og kennaranema, mánudaginn 23. apríl 2018 kl. 14:30-16:00


Menntabúðir NaNO verða í þetta sinn á formi námskeiðs um fugla.

Grandaskóli hefur verið þátttakandi í Erasmus+ verkefni sl. tvö ár ásamt skólum frá fimm öðrum Evrópulöndum. Verkefnið fékk nafnið Fuglar og markmiðið var að þróa þverfaglegt námsefni í náttúrufræði fyrir nemendur á miðstigi grunnskólans. Halda áfram að lesa

Menntabúðir NaNO – Vísindavaka

Náttúrufræðikennrarnir Margrét Hugadóttir og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir taka á móti okkur í Langholtsskóla og kynna námsefnið Vísindavöku. Námsefnið samanstendur af kennslumyndböndum, kennsluleiðbeiningum og tillögum að námsmati.

Markmið Vísindavöku eru að nemendur verði færir til að tjá sig um vísindalegt ferli og geti beitt orðinu „breyta“. Verkefnið er ætlað nemendum í 6.-10. bekk og getur verið endurtekið árlega. Halda áfram að lesa

Hvað er breyta?

Opnuð hefur verið vefsíðan http://visindavaka.natturutorg.is/.

Vísindavaka er áhugavekjandi verkefni ætlað nemendum á miðstigi og unglingastigi. Markmið námsefnisins eru að nemendur þjálfist í að vinna eftir ferli vísinda, geti beitt hugtakinu „breyta“ og að nemendur geti útskýrt athugun á vísindalegan hátt.

Í verkefninu sem tekur um 8-10 40 mínútna kennslustundir hanna nemendur eigin samanburðartilraun, fylgja ferli vísinda og bjóða yngri nemendum á vísindasýningu, hina eiginlegu Vísindavöku þar sem þeir kynna verkefni sín og sýna listir sínar.

Náttúrufræðikennarar eru hvattir til að nota efnið og er öllum frjálst að nota og aðlaga námsefnið að sínum þörfum.

Á síðunni eru þrjár kennslumyndir sem eru 3-6 mínútur á lengd en þær eru Ferli vísindaBreyta og Hvað er Vísindavaka. Að auki má finna ítarlegar kennsluleiðbeiningar fyrir kennara með tillögum að námsmati og námsleiðbeiningar fyrir nemendur.

Að verkefninu standa Margrét Hugadóttir og Ingibjörg Hauksdóttir náttúrufræðikennarar. Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, náttúrufræðikennari sá um upptökur og klippingu, Krista Hall, grafískur hönnuður myndskreytti og Ævar Þór Benediktsson og Urður Heimisdóttir sáu um leik.  Útgáfa verkefnisins var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og er hýst hjá Náttúrutorgi

Diplómunám í náttúrufræðimenntun

Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands verður á næstu misserum boðið upp á nýtt og spennandi nám fyrir starfandi grunnskólakennara. Um er að ræða diplómanám (15-30e) sem dreifist á 3 misseri og nýtist til meistaragráðu fyrir þá sem vilja. Áhersla er á samvinnu kennara í náminu og kennara  á sviðinu að því að efla nám nemenda í náttúrugreinum.

Við skipulag námsins var unnið út frá upplýsingum sem komu fram í svörum við spurningalista sem sendur var í fyrra til kennara sem kenna náttúrugreinar. Námið er útskýrt nánar í meðfylgjandi kynningarblaði.
Með bestu kveðjum og von um að sjá þig í haust
Kristín Norðdahl umsjónarmaður námsins

Menntabúðir NaNO – Tilraunir með rafmagn og segulmagn

Haukur Arason, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands tekur á móti okkur í stofu K202 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Menntabúðirnar fjalla að þessu sinni um eðlisfræðitilraunir, verklegar athuganir um rafmagn og segulmagn fyrir nemendur á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi grunnskóla.

Halda áfram að lesa

Maker Spaces- málstofa

Í dag er málstofa þar sem fjallað verður um börn og notkun stafrænna miðla sjá nánar á http://menntavisindastofnun.hi.is/born_og_notkun_stafraenna_midla_heima_og_i_nyskopunarsmidjum_eda_gerverum_e_makerspaces

Sem þátttakandi í þessu verkefni hef ég verið að lesa um maker spaces sem ég ætla að sinni að kalla gerver. Ekki þarf að lesa lengi til að sjá miklar tengingar við raungreinar ýmiskonar.  Á BETT í janúar mátti t.d. sjá mikla kynningu frá Microsoft á gerverum og þeir tala um Hacking STEM, en gerver eru einnig kölluð Hacker spaces og STEM stendur fyrir Science, technology, engineering and math (náttúruvísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði).

Eitt af verkefnum sem nálgast má á vef Microsoft https://www.microsoft.com/en-us/education/education-workshop/january.aspx

Halda áfram að lesa

Ekki gleyma að skrá þig!

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars. Skráning fer fram með því að smella hér.

Skráningargjaldið er 4.000 kr., í því felast allir viðburðir í dagskrá og kaffiveitingar. Greiðsluseðill verður sendur í netbanka. Skráning er bindandi.

Dagskrá

Efni málþings – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu.

Dagskrá málþings – Yfirlit dagskrár á pdf-formi (uppfært 29.3.2017).

Málþingsbæklingur – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu ásamt yfirliti dagskrár, á pdf-formi. Gott er að hlaða skjalinu niður í símann áður en málþingið hefst 😉

Sameiginlegum viðburður í Bratta verður streymt til þeirra sem eru úti á landi eða eiga ekki heimangengt. Öðrum viðburðum á málþinginu verður ekki streymt. Við vonum að þetta falli í góðan jarðveg en bendum á að það jafnast ekkert á við að mæta á staðinn!

Á föstudeginum getið þið fylgst með hér en á laugardeginum hér, ekki er um sömu slóðir að ræða.

Fyrir hverja er málþingið?

Halda áfram að lesa

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun sem fer fram dagana 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Skráning fer fram með því að smella hér.

 

Dagskrá

Dagskrá má nálgast hér (uppfært 19.3.2017)

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars. Halda áfram að lesa